.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
þriðjudagur, mars 16, 2004

Í dag spurði ég kassayfirstýruna í Fjarðarkaupum af hverju það væru engir strákar á kassa. Hún sagði að það hafi aldrei komið henni til hugar, hafi bara alltaf verið svoleiðis, og stákar væru miklu meira fyrir bíla og kerrur og svona.
Ég öskraði á hana: "Ég er engin kassapíka!"
þá sagði hún "jú þú ert það víst, alveg eins og hún mamma þín!"

Nei ég er að grínast, í dag gerðist ekkert þessu líkt.

Nema það að ég setti fjarðarkaupsplastpoka á hausinn á mér og reyndi að drepa mig áður en ég myndi deyja úr þessu bííííííbi sem kemur úr kassaverðnemanum.
Áður en mér tókst ætlunarverk kom helvítið kassayfirdaman og sagði : "ohh þú ert alveg eins og hún mamma þín!"
Síðan komu bara viðskiptavinir í hrönnum til mín á kassann og ég varð að afgreiða þá með pokann á hausnum eftir að konan hafði klippt á hann gat fyrir augun, því við náðum ekki pokanum af.
Þá fattaði ég að hún mamma var með alveg eins poka um hálsinn í gær...
díses sjaldan fellur eplið langt frá grænmetisdeildinni...

Ég lofa að bæta ykkur þessa steik upp seinna, ég bara varð að koma þessu frá mér...
Og jafna líka út málefnanlega hornið hennar Bryndísar áður en hægri mennirnir færu að flippa...flippi flipp...þeir eru svo flippaðir, alltaf að horfa á Flipper...
æ ok ég er hætt...

Svala

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs