.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
mánudagur, mars 08, 2004

Það er erfitt að koma heilanum sínum í gang eftir 8 tíma af heilalausri vinnu. Já ég vinn í Fjarðarkaupum...á kassa...og er ekki stolt af því. En i dag gat ég þó skemmt mér við tilhugsunina um að gera uppsteit í miðri afgreiðslu, byrja að hágráta vegna óréttlætis í heiminum eða skyrpa á allar vörunar sem ég renn í gegn eða slökkva á bíbinu á kassanum og prumpa í staðinn, haha það síðasta er í uppáhaldi hjá mér. En senn kemur betri tíð með blóm í haga og vinnu á mogganum, vonandi í aprílbyrjun, nammi namm.

Mig langar í klippingu. Helst myndi ég vilja feitt afró, væri mjög til í að taka negrann á þetta núna. Er nefnilega búin að vera orðuð við japana að undanförnu. Sérstaklega úti í Tyrklandi í síðasta mánuði, þar sem allir aggresívu búðarkallarnir hrópuðu á eftir okkur Ásgeiri: "Hello, you! Whats your name? I have a carpet shop, are you from japan?!" Og þetta gerðist oft, einn gekk meira að segja svo langt að kalla á eftir okkur "hey, Konitshíva". Kannski er þetta ekkert svo skrítið þegar maður tekur það inn í dæmið að Ásgeir er eini náttúrulega rauðhærði japaninn sem ég veit um, ekki furða þótt þeir hafi orðið ruglaðir, blessaðir teppakallarnir.
Já kannski ég fái mér afró.

Svala

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs