................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
fimmtudagur, mars 18, 2004
Ég byrjaði helgina á mánudaginn með því að fara á gott kaffihúsaspjall með Rutunni. Rutan er alltaf góð á því, hún er svolítið svona eins og gömul kona sem hefur séð svo margt, heyrt svo margt, og henni kemur ekkert á óvart. þá er ég búin að skrifa blogg dagsins í dag og nú ætla ég að fara með ljóð: gef mér gott í gogginn hvar er góði gæjinn og hvar er veslings vodkinn sem við keyptum hér um daginn? Spurningarnar eru s.s. þessar: Hvar er góði gæjinn? Hvar er vodkinn sem við keyptum síðastliðin föstudag? svörin eru þessi. Góði gæjinn heitir Jude Law og er að vinna í Bandaríkjunum, hann er not available. Vodkinn kláráðist síðustu helgi. eða eins og ljóðið segir: góði gæjinn Jude er giftur í Ameríku Vodkan drakkstu beint af stút með 10undar bekkjar klíku Þá er bara um að gera að kaupa sér nýjan vodka, og hætta að hugsa um Jude Law, áður en ný helgi byrjar... Annars þarf ég að skrifa sögu Reykjavíkurhafnar um helgina, stuttlega, fyrir ráðstefnu nokkra í Japan. Anna Pála átti að skrifa um "Problems in Reykjavík's bay" hennar framlag var: "There are no problems in Reykjavík's bay, thank you." Ég veit ekki hvort ég myndi komast upp með það að segja "Reykjavík's bay has no history, thank you", það væri samt fyndin pæling, en þar sem ég hef í alvöru áhuga á sögu Reykjavíkurhafnar, þá verður þetta eitthvað meira töff... BíBí
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |