.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
miðvikudagur, mars 10, 2004

Ég er ekki alveg nógu hress á því þessa stundina. Í dag birtist við mig viðtal, sem var frekar fínt, en það er samt svona helmingurinn af því sem ég "segi" sem ég hefði viljað hafa öðruvísi, en það er náttúrulega bara mér að kenna að hafa ekki lagað það fyrr. Ég er leið yfir því að það sé mér að kenna því að þá er maður svo lélegur á því. En nú segi ég ekki meir því málið er á viðkvæmu stigi.
Ég vona að það verði ekki eitthvað meira mér að kenna næstu vikunar.
Það var heldur ekki gaman þegar ég:
1) klúðraði karókíkvöldinu með utanríkisráðuneyti Japans á karkókíbar í Tokýo með illum látum og slæmri hegðan.
2) kyssti óvart vitlausan gaur á busaballi, ætlaði að kyssa vin hans, hann var ekki sáttur. (ég var busi).
3) sást nakinn í sturtu í 10 ára bekk af öllum strákunum í bekknum. Það sem var mér að kenna í því máli var að ég nennti ekki að koma með handklæði í leikfimina þann daginn og greip í þess stað þvottapoka með mér, sem hjálpaði ekki mikið til, þegar drengirnir tóku að hía á mig nakta.
4) kveikti í búgarði í Bandaríkjunum (Texas 2001, í sömu ferð og ég hitti Jim Carrey, sjá neðar) þar sem baðmullaruppskera 15 síðustu mánaða brann til kaldra kola, ásamt 200 lítrum af rommi, ruggustól frá 15. öld, 525 lítrum af olíu og 86 rebúblikum.

Okay ég er að jafna mig núna þegar ég sé að í raun hef ég gert margt verra, sem ég er búin að gleyma, því að ofantalið er.. ekki alveg satt. Jú jý okay það er satt, nema þetta númer 2, enda er það óraunverulegast...hmmm.
Best að fara að sofa, það er svo gott að sofa, ég er mjög hrifin af svefni.

Er að spá í að kíkja á ræðukeppni MH-MR á föstudaginn. Ég fíla ræðukeppnir, þær eru mjög skemmtilegar, oft málefnalegar og svo líka svolítið kynþokkafullar.
Ég verð að segja það að ein vinkona mín, sem ég má ekki nefna hér á nafn, sagði: "Það að horfa á ræðukeppni, er eins og að horfa á erótíska mynd".
Ég er eiginlega sammála henni. Fólkið þarf ekkert að vera "fallegt" eða "massað" eða eitthvað svoleiðis, það er bara þannig að orðlistin sjálf, ákveðnin, sannfæringin og hárbeittur húmorin, verða frekar eldfim blanda ef vel tekst til.
Þar sem ég hef mikla trú á þessum tveimur ræðuliðum, býst ég við mikilli erótík á föstudaginn.
Ertu sammála þessu? ýtu á "comment" hér neðar á síðunni og segðu okkur frá , við hlustum, og erum við síman...núna.

BB-king

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs