.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
föstudagur, mars 19, 2004

Ég er farin að hlakka til sumarsins. Það tengist þó lítið veðurfarinu undanfarna daga því sólin og lognið fór framhjá mér þar sem ég er föst inni í stóru vöruhúsi allan daginn. Nei, það er vegna þess að ég festi kaup á mjög sumarlegum flíkum í gær...og sólgleraugum, það kemur mér í gírinn. Ég get heldur ekki beðið eftir að henda mér í sumarfötin og setja upp sólgleraugun niðri í 101 í sumar, þá verð ég líka að vinna á mogganum. Eintóm sæla og sumarsól, sætir strákar, dramadrósir, vonir og vonbrigði, ástir og örlög, frakkir og fallegir, leiðarljós, nágrannar.....

Draumur síðustu nætur kom mér til að hlæja ófáum sinnum í dag. Mig dreymdi að ég og Orri, rauðhærði og velhærði vinur minn, værum að spjalla saman um kvöld. En þegar klukkan sló tólf tók Orri smám saman að breytast í stórann og massaðann svertingja, og hann kippti sér ekkert upp við það, eins og þetta væri eðlilegasti hlutur í heimi. Þá fattaði ég að hann var einskonar "varsvertingi" eða "werenigger", hann breyttist alltaf í risastórann svartan mann eftir miðnætti.
En það fyndna við þetta er að mig hefur dreymt þetta áður, kannski táknar þetta eitthvað....draumráðningaáhugamenn endilega látið ljós ykkar skína í kommentafídusnum.


DJ-amma mælir með þessari partytime excellent tónlist fyrir helgina:
Close to me- Cure
Van tango- Franz Ferdinand (af Darts of Pleasure)
Bang- Yeah yeah yeahs
Don´t stop me now- Queen


Við slepptum því að birta lög síðustu helgar vegna ópartývænleika, en þau voru þessi:
Love hurts.
There´s always something there to remind me.
Breaking up is hard to do.
I´ll never fall in love again.


Party on.
Svalur

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs