.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
sunnudagur, mars 14, 2004

Helgarúrdráttur: Fór á ræðukeppni MH-MR þar sem MH félagar mínir unnu. Frekar skrítin keppni þó....
Jú, svo fór ég í partyus victorius á opus og förum ekkert nánar út í það. Náði þó að gleyma mér í dansi undir endann with a little help from my friends.
Vel á minnst...
Í gær fór ég á bítla-sinfóníutónleikana í laugardalshöllinni og þeir voru hreint út sagt lélegir og einstaklega hallærislegir. Sinfónían var algerlega í aukahlutverki en í forgrunninum voru einhverjir útbrunnar "West end" sögleikjatýpur með söngleikjaraddir og söngleikja ofleik sem frömdu skrípalega leikþætti (alls ótengda bítlunum) sem áttu best heima í 8.bekkjar leikriti. Fegin að hafa fengið frímiða.

Erfið helgi, nóg um það.

Að gleðilegri málefnum má nefna það að ég er komin með nýja biblíu; "sex and the city". Ég og Bryndís (a.k.a. Dj-amma) erum að fara að flytja í 101 í júní þannig að the city mun loks vera til staðar. Væri líka frekar sad ef það væri bara "sex and the suburbs". En við erum ekki komnar með íbúð þó, ef einhver rekst á manneskju sem er að leigja fáránlega góða íbúð á kostakjörum niðrí bæ hafið þá samband við lögregluna...nei ég meina okkur.

Fór á háskólakynningu í dag. Er eiginlega ekki heit fyrir neinu nema grafískri hönnun og mannáti, og mér skilst að það sé bara hægt að læra það síðarnefnda í Verzló. Jú japanskan kom sterkt inn, gæti verið kúl að kunna japönsku, ætti að taka Ásgeir með mér til stuðnings þar sem þetta er hans móðurmál. Annars held ég að ég reyni fornám í myndlistaskóla Rvk.

Svala

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs