................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
þriðjudagur, mars 16, 2004
Hin svokallaða bandaríska leið í baráttunni gegn hryðjuverkum virðist ekki vera að virka. En hvað það kemur á óvart, ég sem hélt að það virkaði svo vill að kalla hryðjuverkamenn bara nógu oft "cowards". Þá myndu þeir bara breyttast í fagurgala og týna upp brauðmolana sem falla af borði velmegnunarinnar að launum, þegjandi og hljóðalaust. Ég er samt svo pirruð á þeirri staðreynd að meirihluti spænsku þjóðarinnar var á móti því að taka þátt í innrásinni í Írak, og það er þetta sama fólk sem er drepið í miðju daglegu amstri í Madridborg. Ef ég verð sprengd upp þann 11. apríl í Danmörku þá er það allt Halldóri Ásgrímssyni að kenna, því ekki var ég sammála þér Dóri, og ég var meira að segja í útlöndum, fyrir ári síðan þegar innrásin var gerð. Já ég var einmitt í Hiroshima á þeim örlagaríka degi. Það er skrýtið að hugsa til þess núna að fólk hafi í alvörunni haldið það að valdamesti maður heimsins, gæti sefað hatur hryðjuverkamanna með eintómum karlmennskustælum og herbrölti. En reyndar þarf ég ekki einu sinni að fara til Danmerkur til að eiga hættu á að vera sprengd upp af þeim mönnum sem fólk kýs almennt að kalla hryðjuverkamenn, lítandi fram hjá þeirri staðreynd að enginn fæðist inn í þennan heim fullur af hatri og tilhneigingum til hryðjuverka. Slíkt hatur getur ekki verið heilum hóp manna meðfætt heldur hefur fegnið að vaxa við ákveðin skilyrði sem ættu ekki að vera nokkru mannsbarni bjóðandi. Og þessi skilyrði, sem hatrið til almennings þrífst og vex í, má einmitt finna í sjálfum Bandaríkjunum þar sem börn hafa gengið inn í skólan sinn og brytjað niður skólafélaga sína, með byssunni hans pabba. Þá má spyrja, af hverju slíkt hatur? hvað erum við að gera það rangt í dag að hópur manna geti með góðri samvisku drepið almenning með köldu blóði? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir slíkt hatur? Einhverstaðar heyrast bjöllur félagsmálanna klingja í fjarska, en það virðist engin heyra í þeim fyrir dynjandi vélbyssuskotum, marseringu herdeilda og upphrópunum á borð við "faceless cowards" og "killers kill". Svívirðum ekki söngva þá sem koma svörtum brjóstum frá Því sólelsk hjörtu í sumum slá þótt svörtum fjöðrum tjaldi* Ætli hryðjuverkamenn þrái líka sólina... eins og við hin? Fyrir hverju eru þeir annars að berjast? eigin óhamingju? ...eða eigin hamingju? B(arbara) B(ush) *Davíð Stefánsson
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |