................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
fimmtudagur, mars 04, 2004
Kæra dagbók! Í dag vaknaði ég, fór fram úr og fékk mér að borða... nei grín. Vegna fjölda ákoranna byrja ég nú hér með að blogga. Ég veit ekki hvernig þetta á eftir að fara fram en ég mun byrja á því að gera nokkrar vélritunaræfingar sem lesendur geta stytt sér stundir við að lesa. jælk jælk jælk asdf asdf asdf adsf Okay nú er ég orðin frekar heit, ég hef samt ákveðið að skrifa ekki hér eins og um dagbók væri að ræða, vá hvað ég man samt vel eftir því þegar ég var yngri og yndisfríðri og skrifaði alltaf "Kæra dagbók" og svo "bless bless dagbók". Það var frekar fyndin pæling hjá mér, að tala við dagbókina eins og hún væri eitthvað svona lifandi dýr sem lfði aðeins fyrir það eitt að vita hvort ég hafi örugglega ekki vaknað og farið fram úr þennan daginn. Svo var regla númer eitt. 1. stranglega bannað að kíkja og lesa þessa dagbók. Vá eins og það væri eitthvað leyndó að ég hafi vaknað, farið fram úr, farið í skólan og sofnað síðan. Það var eiginlega ekkert annað sem ég skrifaði. Ég hef greinilega verið frekar tempruð sem barn. Allavega, þar sem þetta er fyrsta bloggið mitt, þá kemur hér smá kynning. Ég heiti Bryndís Björgvinsdóttir og í vinnu og skóla. Ég hef gaman af sauðburði, kvikmyndum, tónlist, sagnfræði, þjóðfræði, Vinegarsnakki, verslunarferðum og hasar. Skólinn er fínn og vinnan er betri. Ég er að fara frá Hafnarfirði hometown til útlanda eftir 3 vikur, ég hef ákveðið að framlengja dvöl mína í Danmörku úr einum degi (millilending) í heila viku, ég byrja bara að lesa fyrir vorprófin þar. Þar hafið þið það. Eitt að lokum, ég er komin með kærasta... hann er rauðhærður, frekar fölur og fár, með ömurlegan fatasmekk og lítur svolítið út eins og fjöldamorðingi. Hann er af skoskum ættum, og ég ætla mér að kveikja í honum við tækifæri. Ef þið fattið hver þetta er, segið þá við hann "Ronald McDonald, þú ert klikkaður gæji". En ég segi ekki meir, þið verðið að finna út afganginn....
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |