................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
sunnudagur, mars 07, 2004
Maður helgarinnar er Raggi vitri a.k.a. Raggi límheili. Hann átti fyndustu sögu sem ég heyrði þessa helgi, reyndar er þessi saga ein sú fyndasta sem ég hef heyrt síðan ég fór á fyllerí með Jim Carrey í Boston 2001, það var fyndin helgi, en þið verðið að finna út afganginn. Allavega, ég hef þessa sögu eftir Elsu Maríu vinkonu minni. Þannig vildi til að síðastliðið föstudagskveld fór Elsa að skemmta sér í bænum. Eftir dágóða skemmtun fór hún á Kebabhúsið og hitti þar Ragga vitra. Raggi sagðist vera alvega ógeðslega svangur og var eitthvað að rugla um það að hann gæti étið alveg ógeðslega mikið. Raggi er þó mjög grannur. Raggi fór að afgreiðsluborðinu og sagði: "Ég ætla að fá einn kjúklingakebab..og kók, og einn nautakjötskebab og kók, og einn svona mix-kebab og kók". Elsa var ekkert að fíla þetta grín í honum og sagði eins og satt þótti að það væri ekki hægt að éta svona fáránlega mikið. En Raggi vitri át alla þessa þrjá kebaba án þess að blikkna og Elsa þurfti að játa sig sigraða. Eftir að hafa horft á Ragga raða þessum réttum í sig, takið nú eftir... takið nú eftir... þá át Raggi servíettuna sem hann fékk með þessu og 1/4 af pappabakkanum sem kebabinn var á! Hahahah Vá ég sé hann svo fyrir mér troða þessari sérvíettu upp í sig, og bakkanum... Vegna þeirrar gleði sem þessi saga hefur fært mér fær Raggi vitri óneitanlega titillinn "maður helgarinnar". Árshátíðin var skemmtileg, Svala lánaði mér svo flottann kjól að það var eiginlega bara nóg að vera í honum til þess vera hress, hvítvínið hjálpaði líka til. Fréttir: Hér með verður Svala Ragnarsdóttir líka bloggari á þessum vef. Svala! "You'll laugh. You'll cry. You'll hurl." býður þér velkomna til starfa... Svala:takk Bryndís: okay Svala: cool Bryndís: fáum okkur pizzu og kók Svala: þegiðu ...
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |