| ................................................. |
| You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
|
mánudagur, mars 29, 2004
Nú er ég endanlega fallin í aumingjagryfjuna. Ég mætti í vinnuna í morgun og hugsaði með mér: "fokk nei, ég er ekki að fara að gera þetta næstu 8 tímana". Ég þraukaði þó í tvo tíma áður en ég gerði mér upp mjög sannfærandi gubbupest og fékk að fara heim. En þar sem mamma hefði brjálast ef hún hefði frétt að ég hefði "skrópað" í vinnuna þá þurfti ég að vera heima með uppgerðargubbupestina sem var samt alveg fínt. Bara sofa og lesa og horfa á sjónvarpið og borða í laumi, mun skárra en vinnan mín. Ég verð þó að játa að ég er frekar stolt að hafa afrekað það að feika gubbupest, aldrei tekist það áður. Mér líður samt frekar tussulega, letilíf tekur á, auk þess er ég búin að horfa á Waynes World 1 og 2 og Back to the future 1 í dag en þetta eru myndir sem ég kann út og inn og horfi aðeins á þegar ég er frekar tussuleg. Svona er hún tussan ég. Ég er samt búin að komast að því að ég og Wayne Campell eigum margt sameiginlegt...sjáið til: My name is Wayne Campbell. I live in Aurora, Illinois, which is a suburb of Chicago - excellent. I've had plenty of jo-jobs; nothing I'd call a career. Let me put it this way: I have an extensive collection of nametags and hairnets. Ok, so I still live with my parents, which I admit is bogus and sad. However I do have a cable access show- and I still know how to party. But what I'd really like is to do Wayne's World for a living. It might happen. Yeah, and monkeys might fly out of my butt. Það eina sem er öðruvísi er þetta: My name is Svala Ragnarsdóttir. I live in Hafnarfjörður, Gullbringusýslu, which is a suburb of Reykjavik- not so excellent...og líka þetta með the cable access show, þó ég væri alveg til í að gera Waynes World for a living. Jæja ég er farin að gubba.
push/click arrows to scroll.
|
::photo moto:: ::sú var tíðin:: |