.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
þriðjudagur, mars 09, 2004

Í nótt var ég frekar sleepless (in Seattle), svo ég gat lítið annað en beðið (eftir Godot, waiting for exhale) eftir morgundeginum, sem virtist aldrei (án dóttur minnar) ætla að koma (coming to America, Guess who is coming to dinner tonight). Því er ég (me, myself and Irene)(Now and then, Look who is talking now, Apocalypse Now) frekar þreytt (to tired to die). Úff (Uffe Savery) Púff (Puff Daddy) hvað það eru ömurleg (Les Misérables) örlög að hafa þurft að vinna (working girl, blood work, dirty work, "all work and no play makes Jack a dull boy") á Videoleigu og hafa ekkert (nothing but trouble, nothing to lose) annað að gera þar en að læra gagnslausa videotitla utan af.

Þetta byrjaði allt saman árið 2002 þegar ég og Svala réðum okkur á Bónusvideo, það var frekar leiðinleg vinna en þrátt fyrir dugnað og elju, vorum við báðar reknar, að vísu vegna peningaskorts fyrirtækisins, mér finnst samt frekar fyndið að hafa verið rekin af videoleigu. Þá réði ég mig hjá annari local Hafnarfjarðar videoleigu. Yfirmaðurinn var lítill skoppari sem tók í vörina, var alltaf með svona "yo yo" húfu ofan í augu, í Fubu buxum og var frá Grindavík. Eftir að hafa unnið þar í einn mánuð með þeim afleiðingum að ég gat ekki hugsað skýrt án þess að tengja orð og setningar við kvikmyndatitla (sjá að ofan) var ég aftur rekin, sökum peningaskorts, og fékk ekki útborgað, og hef ekki enn fengið útborgað, og skopparagæjinn fluttur aftur út á land, farin á sjóinn og finnst hvergi.
Ef þið kannist við lýsinguna, segið þá gaurnum að huga að fatasmekknum.

Vegna þeirra ótal kvikmyndatitla sem ég kann er ég mjög góð í www.isketch.net -> ef valið er sviðið "movies" en þar er keppst við að teikna kvikmyndatitla. Góð netafþreying ef þið eruð með ADSL, sem ég er ekki með, annars er hún kostnaðarsöm...

Ég var að pæla, ef Svala héti líka Hrönn, s.s. Hrönn Svala Ragnarsdóttir, þá væri það frekar mikið ljótt nafn, ég vil biðja fólk um að skíra ekki börnin sín Hrönn Svala, sérstaklega ekki ef um drengi er að ræða.
Nú getið þið ýtt á "comment" hér neðar á síðunni og sagt skoðun ykkar á málinu.

Málefnalega hornið: Hafið þið tekið eftir því hvað tölvuleikurinn Sims verður leiðinlegur þegar maður er búin að eignast fullt af pening og kaupa allt sem spennandi var að kaupa? Ég hef tekið eftir því. Ætli það sé líka svona í real life, ekkert spennandi eftir? Hringið endilega í Donald Trump (s: 00795-5885522) og spyrjið hann hvort hann hafi prófað Sims og hvort hann geti þá samsannað sig ríkum Simsara. Hann á eftir að fíla það.
Einu sinni í góðu partýi heima hjá Ásgeiri varð ég mjög reið allt í einu yfir því hversu leiðinlegur Sims er þegar maður á allt, ég sá Önnu Tryggva þarna á ferð í teitinu og varð að stoppa hana til að segja henni frá þessu, Anna er að mig minnir varformaður Ungra vinstri grænna. Anna sagði að ég væri mjög hugsandi með mikla orku sem gott væri að nýta í flokknum hennar. Ég fór einhvernvegin að tengja Sims við auðvaldið, hvíta heimska karlmenn og ójafnrétti. Kannski var Anna bara að segja þetta við mig af vorkunn, en kannski ekki... da da daaaa

Bryndís

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs