| ................................................. |
| You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
|
sunnudagur, mars 14, 2004
Við Svala fórum í áhugaverðan leik um daginn, sem spannaði heila ökuferð frá Hafnarfjörður city til 101 Reykjavíkur. Leikurinn er þannig uppbyggður að við keppumst um að finna frægar setningar þar sem stamað er. Ég byrjaði á því að nefna Bowie lagið Changes eða “ch ch ch changeees”. Svala nefndi þá My Sharona eða “My my my my Sharona”. Síðan hélt leikurinn áfram þangað til Svala vann, þó ég efist enn um það, með Kinks laginu Lola. Persónulega finnst mér það ekki vera stam þegar söngvarinn syngur “Lo lo lo lo looola” heldur líkjast frekar alvöru söng, mun frekar en stami. Ég játaði mig sigraða og þótti Svölu það vel. Í kjölfarið fór ég að pæla í auglýsingum eins og “By by by bylgjaaan” og gömlu 80’s auglýsingunni “St st st st studio line, studio line”. Ég sé alltaf fyrir mér fundarborð sem við sitja tíu menn og konur og þögnin er algjör. Allir eru að hugsa og stynja og velta vöngum, þangað til einn verður hressari en hinir og segir: “Ég er komin með þetta, ég er komin með þetta. Hey okay hlustið á þetta... hvernig væri að hafa svona karlmann sem segir: By by by bylgjaaaaan!?” og allir bara: “váá...geðveikt góð hugmynd! Frábært...einmitt by by by bylgjaaan! Þetta á eftir að slá í gegn!”. Á sama tíma sitja alveg eins fólk í Þýskalandi, bara þýskara, búið að sitja þarna í 3 tíma í þrúgandi þögn og þungum þankargangi þangað til einhver segir: “Jaaaa. Ich habe ein gutes Idea, Jaa Ich bin ein Steckdosen, ja, okay Alles bitte hören mich was Ich sagen will, eins, zwei drei: St st st st studio line, studio line!” ...og allir þjóðverjanir bara: Jaaaa Jaaa seeeeehr gutes, Das ist ein Kraftwerk, ja und Kraftwerk ist achso ein gutes band, das ist am den bessten!"...og svo fara allir í kokteilboð að halda upp á þetta frábæra slagorð, sem virkar, því ég man þetta enn. Ég held meira að segja að ég eigi eftir að muna þetta á elliheimilinu... Helgin fór eins og venjulega í rugl og plögg. Vegna þess að of mikils plöggs var ætlast af mér, talaði ég einfaldlega við Röggu plögg (vildi að ég kynni að linka), og hún plöggaði fyrir mig mjög gott plögg. Þannig reddaðist það og ég var svo skemmtileg að ég fór í líkamlega heimsókn til vinkonu minnar þar sem ég sofnaði nánast án þess að tala við hana, vaknaði og fór, eiginlega án þess að segja neitt. Hún sofnaði svo líka, kannski vegna leiðinda. Að þessu sinni er veðurguðinn maður helgarinnar fyrir að hætta þessu rugl roki sem var búið að standa yfir í nánast viku og var orðið frekar leiðinlegt. Í dag kom svo fallegt veður með regnboga og stjörnubjörtum himni (samt ekki bæði í einu) og allt varð einhvernvegin betra aftur. Kannski líka út af því að þessi helgi er búin að vera frekar “emotional”, mér finnst ágætt að hún endaði ekki með roki sjötta eða sjöunda daginn í röð. Kannski er það bara út af því að í dag er hvíldardagurinn og veðurguðinn varð að skreppa á klósettið, í kirkju og á Kebabhúsið til að éta 3 kebaba, servíettu og pabbabakka eins og maður síðustu helgar. Í Japan eru veðurguðirnir einhverjir svona grænir karlar sem eru dansandi um með einhverja borða og hristur, með gult stingandi augnaráð og úfið hár. Mér fannst þeir svo fyndir að ég keypti nánast einungis þannig póstkort til þess að senda heim og lét þá segja eitthvað fáránlegt í talblöðru sem ég teiknaði. Svölu karl sagði “Áfram FH” og svo sendi Svala mér um daginn póstkort frá Tyrklandi þar sem 3 tyrkneskir Ottómenn voru samankomnir og Svala skrifaði einfaldlega bara: “Áfram Haukar” hjá einum þeirra og þá sögðu hinir tveir bara: “Hey, berjum hann”. Mér fannst það ógeeeðslega fyndið. Hahahahahahahahahaa Lög þessarar færslu eru “Atti katti nóa” og “Ging gang gúllí gúllí”. Góða nótt kæra internet... þú ert nú alveg frábært.. Bí bí og bla bla
push/click arrows to scroll.
|
::photo moto:: ::sú var tíðin:: |