.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
sunnudagur, apríl 11, 2004

Dagurinn í dag er síðasti dagurinn í þessari ferð sem er búin að standa yfir síðan á afmælisdaginn minn, 24. mars. (þar með er fólk minnt á afmælisgjafir). Móttaka afmælisgjafa verður á morgun, þriðjudag, á Dillon á Laugarveginum. Svala verður líklegast með mér og kannski fleiri hressir og mun barinn verða opinn. Ef Svala nennir ekki með mér á Dillon næsta kvöld þá getur fólk nálgast mig heima hjá mér eða heima hjá Svölu, Svala sími: 5552129, annars hvet ég fólk til að hringja í mig í síma 6929501 ef það er með einhverjar gjafir sem það vill koma til skila, á frumsýningarmiða á Kill Bill eða vantar einhverjar upplýsingar um munnlegar hefðir þjóðfræðilegst efnis, stöðu Spánarveldis undir Filipusi II eða veit ekki hvaða flokka það á að kjósa í næstu kosningum.

Fór áðan í pervertíska gönguferð um Norrebro. Pervertíska gönguferið var þannig að ég gekk um göturnar í gallafatadressi með rauðan kinnalit og hlustandi á vasadiskó. Í vasadiskóinu voru óvart eiginlega bara lög sem innihéldu orðið "sexy" í textanum sínum, þökk sé tónlistarsmekk bróður míns. Svo var ég þarna labbandi, með kinnalitinn og í galladressinu, ein og í góðu stuði. Síðan þegar ég sá einhverja sæta stráka labbaði ég á eftir þeim, með frygðarsvip og en passaði þó samt að vrika cool. Síðan þegar sæti strákurinn sem ég var að labba á eftir fór kannski inn í búð eða heim til sína, fann ég annan sætan gaur sem ég fór þá að elta. Svona gekk þetta í um klukkutíma þangað til að ég var orðin svöng á þessu skemmtilega sprelli. Þá hélt ég á Rundelens king of shawarma nr. 1 paa Norrebrogade, þar fékk ég loksins athygli karlmanns sem var einhver araba gaur sem spurði hvort ég ætti 3 krónur handa honum í strætó.
Ég átti ekki þrjár krónur handa honum svo ég gaf honum bara vasadiskóið mitt í staðinn, og núna er hann að hlusta á "sexy" lögin og sprangandi um á eftir dönsku gellunum. Nei, okay þessi göngutúr var ekki alveg svona pervertískur heldur var hann bara mjög siðlegur og fallegur. En allavega, þá fór ég og fékk mér Durum með shawarma, settist niður í kirkjugarðinum og át duruminn og drakk Jolly Cola, það þótti mér vel.
Sko, Svala, Atli og Leó. Ég man eftir því að hafa eiginlega lofað ykkur að koma heim með Durum, einhverntíman þegar ég var í góðu stuði. Svo grunar mig að ég hafa sagt slíkt hið sama við Orra, en man það ekki alveg.
Og kannski við Signýju líka...
Svo að ég keypti þrjá, einn handa Signýju og Svölu, einn NOTABENE án tómata handa Atla og einn handa Leó með öllu saman. En svo tek ég það ekki í mál að Leó og Atli borði sína fyrir framan Orra og stingi síðan álpappírinum hlæjandi í eyrun á honum eftir að hafa ropað síðasta bitanum. Þannig að ég læt Atla líklegast fá bara tvo og hann sér um að deila þessu sanngjarnlega út til bræðra sinna. En allavega, þá er ég með þessa duruma (?) en ég er samt ekki viss hvernig ég á að troða þeim ofan í töskuna mína sem er nú þegar orðin 7 kíló yfir 20 kíló og er líka með 2 töskur stútfullar í handfarangur, held samt að það reddist en athuga hvort að tollurinn verði ekki hress með þetta..
shit verð að fara, klukkan er 5 mínutur í 2 og ég á að mæta á fund núna klukkan 2...
sjáumst fljótlega
BB

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs