................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
mánudagur, apríl 26, 2004
Það er svo marg vanmetið í þessum heimi. T.d. Brady Bunch, sem eru ógeðslega fyndar myndir, þá á ég við númer eitt og tvö, en svo er víst komin ný sem mér sýnist vera mjög tæp. Fleira sem er vanmetið er t.d. það að vera single. Skil ekki af hverju allir eru ekki bara single í góðu stuði í staðinn fyrir það að vera að leita og leita á einhverjum sveittum skemmtistöðum og missandi einhverjar bækur í gólfið á Þjóðarbókhlöðunni í tíma og ótíma (prófaði nokkrum sinnum er ég var leitandi, og það meikaði ekki sens, samt eiginlega meiri sens en skemmtistaðapælingin). Alice Cooper er líka vanmetin, ég er búin að reyna að fá fólk til að hlusta á hann með mér í svona 2 ár en enginn tekur því alvarlega. Fleira sem er vanmetið er sóðatal, hvítt súkkulaði, hræringur (skyr og hafragrautur blandaður saman), spritismi og að búa til sinn eigin útvarpsþátt á segulband í gamla kasettutækinu sínu. (Svala vill koma því á framfæri að hún sé líka vanmetin...sad keis). Annars þá er ekki hægt að ná sambandi við mig þessa dagana, ég er stödd á 16. öld þessa vikuna (ekki möguleiki á því að ná í mig) og þá næstu verð ég stödd á tímabilinu 1870-1930 (þá getiði prófað að hringja ef þið þurfið að ná í mig) og vikuna þar á eftir verð ég stödd á tímabilinu 11. öld - 20. öld (ef þið þurfið að ná í mig, hringið þá í blálokin á vikunni). Frekar átakanlegt að stunda sagnfræði. Það lífgaði samt upp á daginn að kunningi minn var að byrja með stelpu sem heitir Flurina von Planta, litla frænka mín gubbaði á kisuna okkar.. .. og ég fékk sms frá strák sem að vildi sína mér "partýhattinn" sinn. Ekkert af þessu er grín, mér er svo mikið alvara að ég gæti étið af Svölu hausinn. Mig grunar að Siggi T hafi næstum því misst puttann í brauðskorvél í einhverju bakaríi. Það væri náttúrulega mjög leiðinlegt að fá brauð að borða með puttanum hans Sigga T, á milli. Annað leiðinlegt væri t.d. að missa augað eða löppina í brauðskerivél, það væri mjööög leiðinlegt.. Eða bara að deyja í vélinni... það væri ömurlegast af öllu, sérstaklega ef að maður þyrfti fyrst að horfa upp á einhvern nákomin farast á sama hátt... ég er feginn að Siggi T hætti í vinnunni áður en hann dó. Svo kom í ljós að Siggi T lenti í hnoðvélinni sem samkvæmt heimildum bakarísstúlkunnar Svölu í Fjarðarkaupum er ekkert grín, þannig að þetta var alvarlegt mál.. Allavega, þá er ég bara að fara að fá mér riffil, landa, netabol og sígarettukarton fyrir næstu mannkynssögu II próf því að kennarinn lagði til að það yrði trailor trash þema í sagnfæðiskor á mánudaginn, í tilefni af væntanlegu 230 ára afmæli Bandaríkjanna. "Lifi byltingin!" svaraði ég og át af kennaranum hægri löppina, "lifi vinstri slagsíðan!" hrópaði þá allur bekkurinn. Miðað við svita síðustu helga, held ég að það veiti ekki af því að gera alvöru úr því að fara bara almennilega í trailor trash pakkann, annaðhvort gerir maður hlutina með sæmd eða sleppir þeim bara. Það hefur ávallt verið mitt mottó...nei , það var mottóið hennar Rutar, æ skiptir ekki, hún getur hvort eð er ekki leiðrétt þetta eftir að ég át úr henni tunguna.. nei grín! Síðasta helgi byrjaði mjög fallega en endaði í Ölmu yfirsvitara. Ég er greinilega með "að éta" á heilanum, lofa að hætta þessu rugli næst og haga mér skikkanlega..segja t.d. "að borða " eða "að snæða" í staðinn... Pís out Bingó Bjössi
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |