................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
föstudagur, apríl 23, 2004
Fokk sjitt fokk sjitt. Ég læt þessi fögru orð drjúpa af vörum mínum vegna þess að ég er að fara í inntökupróf fyrir fornám í myndlistaskólanum í Rvk. og ég er bara fokkedí sjittí fokk. Ekkert nojoke. Þannig að helsta skemmtun mín síðustu daga hefur verið að teikna feitar naktar konur, legókubba og þvottaklemmur. Er þó búin að kíkja á "Bana Billa; bindi 2" með góðu fólki og það var einkar hressandi. Ég er líka mjög ánægð með hvað veðurguðinn var hress á því í gær, sumardaginn fyrsta. Ég fékk líka sumargjöf frá muttilein; körfubolta, til þess að ég og Bryndís getum farið í asna þegar við erum í asnalegu skapi (sem gerist frekar oft) af því ég spila ekki körfubolta...nema kannski sundkörfubolta. En ætli það sé ekki réttast núna að útnefna sigurvegara afmælisstökukeppninnar sem er: Atli Bollason, góðvinur gefmérfive og minn ex kex. Hann sendi inn 3 vísur, hvorki meira né minna en hér munu birtast tvær af þeim en sú þriðja var svo dónaleg að blygðunin náði yfirhöndinni varðandi birtingu hennar, enda Atli mikill dónakall. Æðislegt afmæli, tuttuguogtveir. Allt of langt liðið síðan leikið með leir. Playmo og Lego, æ, aldrei meir. Konan hún Bryndís fljótlega deyr. *** Þeir segja að sökki feitan að vakna og vera' orðinn átján. En tuttuguogtveggja er ár til að hneggja og gleðjast því víst er það lán. *** Við hjá gefmérfive þökkum Atla og hinum sem voru nógu góðir á því að senda inn stöku fyrir að sýna góðan móral. Til hinna letingjanna segi ég screw you guys. Swallow
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |