.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
mánudagur, apríl 05, 2004

Ég er svo fáránlega sátt við að Silla og Sunna hafi unnið söngvakeppni FF fyrir hönd MH á laugardaginn. Ég var svo sátt við það að ég reif mig upp af rassgatinu eftir keppnina og lét mömmu skutla mér upp í Kaplakrika þar sem ég hoppaði upp í MH rútuna í fylgd sigurvegaranna og Ölmu gúdsjittgellu og endaði að lokum á Dillon í góðu glaumgeimi þar sem var mikið um dans og dufl. Hefði þó viljað vera lengur, en svona er að vera úthverfagella, maður getur ekki hafnað fari þegar það býðst.
Ég hef sagt það áður og ég segi það enn að það að dansa er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Að dansa, hlæja, borða gott og havin' goodshitt sex er mesta feelgood dót sem ég veit...best væri að gera þetta allt í einu, gæti samt orðið subbulegt.

Í dag sá ég dót sem ég hef ekki séð í háa herrans tíð. Það var svona tæki með fiskum sem snúast á platta og opna og loka munninum upp í loftið, svo á maður að veiða þá með lítilli segulveiðistöng. Það áttu allir svona þegar ég var lítil. Ég var algjörlega búin að gleyma þessu dóti en mér fannst svo gaman að sjá þetta að ég ætla að kaupa svona á morgun á 300 kall og farað veiða. (Kannski ég geti bara æft mig á þessu til þess að veiða einhvern sætan næstu helgi, hahahhahaha hahahahaha...haha....he..ehhemm....hmm.)

Örvæntið eigi, hjálpin berst. Bráðum verður Bryndís ekki lengur Lost In Translation og fer þá til Danmerkur þar sem ég býst við að hún geti bloggað, þá verður þetta ekki lengur svona sad little lonely blogg. Við erum náttúrulega tvíeiki, eiginlega næstum því sambandi, ég keyri alltaf bílinn hennar og svona. Hún hringdi líka úr raftækjaverslun í Tokyo um daginn og spurði: "á ég að kaupa ipod handa okkur". Verst að við erum gagnkynhneigðar, hitt væri svo sniðugt.

Swallow

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs