.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
laugardagur, apríl 10, 2004

Margir eru eflaust að velta fyrir sér hvernig smjattpjattalagið gamla góða hafi eiginlega verið eftir línuna frægu sem allir þekkja: "Smjattpattarnir byggðu hús".
Bróðir minn kann nokkrar línur í viðbót, þær eru eftirfarandi:
Smjattpattar burt flúðu fljótt
í frelsisleit um miðja nótt
svo fundur þeir sér fögur hús
áður en varði....
Lúlla lauk það lýkar vel.....


Lúlli laukur, hann er örugglega góður gaur, og þegar honum líkar eitthvað vel, þá er það alvöru mál....

Ég var búin að setja allskonar good stuff inn í ipodin , allskonar fjörleg og falleg lög en síðan þá fokkaði ég þessu einhvernvegin upp og þurrkaði óvart öll lögin út og í staðinn tók ég öll lögin sem bróðir minn var með á sínum persónulega lista í tölvunni sinni, inn í ipodin, svo að í staðinn fyrir the rapture, The Doors og annað stuð er ég bara með hann fullan af Marc Almond, Depeche Mode, Samönthu Fox, Erasure, Thomspon Twins og fleiri áhugaverðum hljómsveitum sem bróðir minn heldur upp á.
Það er samt alveg fínt...

Vegna áhættufælni og husunarleysis margra held ég að það liggi meira að baki hvers atkvæðis sem vinstri flokkarnir fengu í kosningunum heldur en þeim sem hægri flokkarnir fengu. Fólki hugsar: " já mér líður bara vel" og kýs t.d. Sjálfstæðisflokkinn, en það þarf djarfari pælingar til að kjósa aðra ríkisstjórn en hefur ríkt undanfarin misseri, auk þess er samfylkingin mjög ungur flokkur en sjálfstæðisflokkurinn stofnaður 1929, því er ekki einu sinni hægt að kjósa samfylkinguna vegna þess að pabbi gerði það alltaf eða amma gerði það alltaf. Ef atkvæði þessa fólks eru frátalin sem og þeirra sem nenntu ekki að pæla neitt og hugsuðu bara "jú ég fæ enn þá vatn úr krananum, ég kýs því ekki breytingar", þá gæti bara verið að samfylkingin hafi fengið hærri prósentu atkvæða en sjálfstæðisflokkurinn.

Segið mér svo eitthvað hot stuff...

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs