................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
mánudagur, maí 31, 2004
Í dag er bannað að vera með hausverk, það er bannað að vera illa sofinn og bannað að eiga flíkur með reykingarlykt í. Þeir sem eru sekir um eitthvað af þessu fyrrnefnda verða teknir af lífi á Austurvelli klukkan 15:00 á morgun, mæting er klukkan 14:45. Velja má um 3 tegundir dauðdaga: 1) Verða tekin höndum af Bandaríkjaher. 2) Hlusta á Pan-flautuleikara spila Bítlalög í útsetningu fyrir einleikara á Pan-flautu. 3) Verða troðinn undir af alþingismönnum Sjálfstæðisflokksin á "River Dance" kveldi þeirra á Austurvelli sem haldið verður annað kveld á Austurvelli í tilefni af því að "Írland" byrjar á sama staf og "Ísland" og hefur einnig alveg eins endingu. Þessi helgi var í lengri kantinum. Starfsmenn Gefmérfive.blogspot.com héldu frá móðurstöðvum sínum í New York til Íslands til að samfanga langri helgi. Föstudagurinn var mjög feitur, laugardagurinn var jafnvel feitari og sunnudagurinn var "dansdagurinn mikli frá Kasmír", þar sem Svala kom aðeins upp að mér til að þurrka svitann af enni sínu í klæði mín því að engan takt mátti hún missa í annað en hina svokölluðu "Dansi dúkku" sem Svala breytist gjarnan í á góðum kveldum. Í dag finnst mér mjög fyndin pæling að þurrka sér í fáránlega hluti, ég stefni að því að þurrka mér í framan í þessari viku með: - Öðru fólki - Kisunni minni - Baðherbergisgólfteppinu - fötum í 17 og öðrum dýrum verslunum - Veggteppi aldraðarar móður minnar Ruta fyrrverandi blokkflautuleikari mætti á Dillon með "rafmagnsblokkflautu" og tók nokkur vel valin sóló á hana t.d. "Final countdown" og fleira. Pælingar voru uppi um að við, Svala og Rut myndum gera gömlu lúðrasveitina okkar rafmagnaða, en sú lúðrasveit hefur hingað til alltaf spilað "unpluged". Svala gæti tekið rafmagnshornsóló á hornið sitt á meðan ég myndi plögga klarínettið í magnara og taka nokkur "slide". Svo var þetta komið út í allt of mikla steik eins og - Rafmagnsbongótromma - Rafmagnspanflauta ...og svo kom einhver mjög heitur inn í samræðunar og ætlað að brainstorma með okkur og sagði: En.. þið vitið ..hehe bara..rafmagnsGÍTAR... og síðan fór sá gaur fljótlega í burtu.. ég held að ég hafi sjaldan hlegið eins mikið... Ég: Jæja nú er hún móðir mín komin með ask minn inn í baðstofuna ásamt indælum spónarmat, heilakökum, skreiði, fjallagrasagraut og súru skyri. Mér er til setunnar boðið. Far vel frilla inn í heim vargaldar (Lesist: Bless og takk, ekkert snakk) I'm a B(achelor) B(oy) (Lesist: Undir þetta skrifar BB) P.s. Gefmérfivegellan virðist ekki birtast á mínum tölvuskjá, hún virðist hafa týnst einhverstaðar um helgina. Ef þið sjáið hana einhverstaðar á flækingi má reyna að skila henni heim, hún er kelin og alls ófælinn, brennimerkt GMF á vinstri mjöðm og hlýðir oftast nafninu: Cosmopolitan. ______________________________________________________
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |