| ................................................. |
| You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
|
fimmtudagur, maí 06, 2004
Í dag mæli ég með Búllunni. Það er nýr staður sem er rétt hjá tveimur fiskum, niðri við höfnina í Reykjavík, og þar er enginn annar en TOMMI sem er með þennan stað og steikir í eigin persónu burgerana, eða Tomma-borgarana!.. góður gaur þessi Tommi, þetta er samt ekki sami gaurinn og var Tommi tómatur í Hagkaupum, nei þessi er aðeins eldra version af Reykjavík. Þessi gaur átti 9. unda áratuginn með Tomma-borgurunum sínum, ég man eftir þeim á Lækjartorgi... Ohh muniði eftir 9. áratugnum? Mjólkurbikarinn, Tomma-borgarar, the Breakfast club, Footloose, Beverly Hills 90eitthvað sem ég man aldrei, Babar, Lukku Láki, Thompson Twins, Duran Duran og A-ha, Vigdís forseti, Bush eldri (líka tæpur), Micheal Jackson, Eddie Murphy enn þá cool og bækunar hennar Guðrúnar Helgadóttur! Dabbi Odds var bara borgarstjóri og Ingibjörg Sólrún í kvennalistanum, og Jóhanna Sigurðardóttir! alltaf hress á því... Hin áhyggjulausa bernska mín birtist mér í Tomma borgara í dag... mig langaði í Ice-cola með honum... Ætli fólk á 4. áratug 17. aldar hafi einhvern tíman skrifað: Hey munið eftir 3. áratugnum? Ekki búið að brenna Gunnu, Galdrafárið enn þá töff, Gregor-söngur Boccacielle geðveikt vinsæll, sjö elstu börnin mín ekki fædd, Óli ekki búin a deyja úr vosbúð og illri meðferð... Lifi próftíminn! próf eru frábær maður verður svo gáfaður! greyið fólk eins og Svala sem fer ekki í próf! ég sit hér á Árnagarði og hlæ að þessu aumingjans liði! hlæ hlæ hlæ..* hóst hóst... ohhhhh hlakka til 14 maí... Bíbí
push/click arrows to scroll.
|
::photo moto:: ::sú var tíðin:: |