.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
sunnudagur, maí 09, 2004

Áðan þegar ég labbaði út í sjoppu sá ég svo marga litla drengi að leika sér.
Fótbolti, feluleikur og París sem var ekki í laginu eins og karl (með 3 reitum svo tveimur samhliða eins og hendur svo einum reit og svo haus) heldur var þessi parís með 37 reitum. Parísin sem hafði í mínu ungdæmi verið eins og karl í laginu er nú, árið 2004, í margfætluformi.
Ég hugsaði með mér hvenær og hvort ég ætti einhvern tíman eftir að eignast lítinn strák sem að spilar fótbolta, fer í feluleik og margfætluparís á björtu maíkveldi. Kannski eignast ég bara strák sem að neitar að spila svona leiki og vill frekar bara drekka romm... hver veit? allavega ekki ég..

Mæli með vampírum og gamaldags hryllingi en ekki fara samt á Van Helsing í bíó. Það hefur greinilega enginn með vit á þessu hlutum fengið að koma nálægt gerð myndarinnar. Klikka á einföldustu hlutum...

Fundurinn þar sem Universal pictures ákváðu að gera þessa mynd var tekin upp af CIA og var hann svona:
Bob: Djöfull er ég þunnur mar, ég slátraði 2 hvítvínsflöskum í fertugsafmælinu hennar Moniku..
Mary: Iss það er ekki neitt ég kláraði tvær beljur..
Monika: Díses viljiði ekki bara drekka mig út á gaddinn! Viljiði ekki bara drekka úr mér lífsblóðið eða...!
Charles: Hey já drekka blóð, gott mál, punktaðu þetta niður Stacy, að drekka blóð það er eitthvað sem blívar!
Stacy: Já okay gerum næst mynd um einhverja gaura drekka svona 2 beljur af blóði, það er ferskt!
Susanne: Hey! Hlustiði! Ég er með geðveika hugmynd! Höfum svona fullt fullt af gaurum sem allir drekka blóð og eru bara klikk í hausnum og læti skiljiði?!?!
Allir: Þetta er geeeeeeeðveik hugmynd! Ótrúlegt! Vá klikk! Betra en vika á Benedorm! Þetta er það langbesta sem hefur gerst hér í 5 mánuði!
Harald: Okay ég segji, tökum bara alla hrylliungskaraktera í heimi og látum þá hittast og þá þarf ekkert að hafa neinn vandaðan söguþráð eða neitt og bara allir klikk að hittast í einhverju rugli skiljiði?
Bob: Eruði með Ibufen?
Carrie: Já okay ég segi tökum Frankenstein, Dr. Jekill and Mr. Hide, Dracula, Wolfman og bara svona 7 varúlfa í viðbót og svona 5 fleiri vampírur og síðan kannski svona 5 brjálaða uppfinningamenn og kannski svona 8000 litlar grænar vampírur, nokkra dverga, eina gellu og einn gæja og þá er þetta bara komið, bara the more the merrier skiljiði!
Hugh Jackman: Vá þetta er besta hugmynd sem ég hef heyrt!! Pant leika í þessari mynd!
Allir: Já okay flott, það er samt bannað að segja pant!
Derrick: Ja das ist einen sehr gutes idea! Am den bessten Ich habe gehört in mine Lieben jaaaaaaa! Wir schollen alle sammen habe ein grussen Bier zuzammen oder getrennt og habe ein gutes party! JA!
Allir: Yeah!
Hugh Jackman: Til er ég! Ég ætla að borða geðveikt mikið af snakki í partýinu! Shot gun!

Úr varð ótrúlega tæp pæling, svo tæp að ég held að ég mæli frekar með Ísfólkinu, bók nr. 21. ... eða bara að fara á þessa mynd og vera allan tíman að öskra: “Þessi gaur er nú bara eins og Halldór Ásgrímsson”,
“Hey nú er sko farið yfir strikið þá má skýrlega greina vinstri-slagsíðu á þess atriði”
og “Nei þessi gaur er jafnógeðslegur og kosningaúrslitin 1971 hahhahaha!”.

Ég prófaði að drepa einn Simskall með því að múra hann inni á baðherberginu sínu og eftir langa mæðu dó hann og það eina sem gerðist var að hann fékk sinn legstein í garðinum og húsið fór á sölu. Hann var samt fegin að losna úr þessari gerviveröld sem veröld Simsaranna er.
Hann er núna að drekka pina colada á hvítri sandströnd á óþekktri eyju, horfir út á grænt hafið sem augun hans hafa aldrei áður litið.
Aðeins örspotta frá honum bíða 3 jómfrúr eftir að hann klári úr glasinu og komi með þeim og apanum “Simphe” að grilla humrana sem þau veiddu fyrr um daginn... já hann er í Paradís...

Nú ætla ég að segja ykkur hvaða lög ég spilaði á meðan ég skrifaði þessa stafi og það eru allt lög sem ég mæli jafnframt með:

Air – Venus
The Doors – Riders in the storm.
Pizzicato Five – Magic carpet ride
Beach boys – God only knows
Stephen Malkmus – Jo Jo’s jacket
Pulp – common people

Okay þá er ég búin að skrifa þessa færslu

Svala biður að heilsa, hún hefur verið upptekin undanfarna daga við að borða en hún segist sjálf bráðum muna snúa aftur: "stærri og feitari heldur þið hafið nokkurn tíman séð hana"...

Brie Brie

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs