................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
föstudagur, maí 07, 2004
Þá er búið að pakka Kynjasögunni saman og bara Þjóðhættirnir eftir, já þið megið halda að nám mitt sé frekar fáránlegt en þetta er ekki neitt miðað við áfanga eins og: Bush, Bin Laden og Díana prinsessa: þjóðfræði nútímans, "Ég kem frá Gimli": Gunnar Kort segir frá foreldrum sínum, "Alltaf í stuði": Ása P. segir frá böllunum (má lesa með áherslu á L-in tvö) á ástandsárunum, Útihátíðir á myrkum miðöldum... og svo fullt fullt annað af góðum áföngum... ...og ég mun hlæja af ykkur seinna lögfræðiverkfræðilæknisfræðiégvilgræðapeningogkaupajeppa ógeðin ykkar, vitiði til...aular.. Kunningi minn að nafni Naozumi Takahashi (er að snæða þarna, ekki stelpan heldur japaninn við hlið hennar) er 22 ára fjölmiðlafræðinemi í Tokyo. Hann er gjarnan kallaður “Tomato Takahashi” því að hann verður fáránlega rauður í framan og í augunum þegar hann drekkur áfengi. Hann lítur alltaf út eins og hann hafi verið dreginn út úr Kaffi Austurstræti klukkan 6 að sunnudagsmorgni, alltaf í ótrúlega rónalegum fötum, köflóttum jakka og köflóttum buxum en samt ekki í stíl, með appelsínugula og græna húfu á hausnum, góður gaur hann Naozumi. Hann á án efa eina skrýtnustu sumarvinnu sem ég hef heyrt um. Hann vann eitt sumarið hjá “símaþjónustufyrirtæki” sem auglýsti í bláum blöðum í Japan á þá leið að á skrá hjá fyrirtækinu væru margar tápmiklar ungar konur sem að vildu komast í kynni við eldri karlmenn. Það eina sem karlmennirnir þurftu að gera var að senda fyrirtækinu sms og þessi sms áttu síðan að komast til skila til hressu stúlknanna og þær að senda vitanlega eitthvað til baka. Naozumi þurfti heilt sumar að leika tápmikla unga konu og fullnægja um 100 karlmönnum allt sumarið með svæsnum sms-um og lýsingum á undirfatnaði og kynlífsfantasíum og meira. Hann þurfti að vera með síma fyrirtækisins á sér allan sólarhringinn og svo með skrá þar sem hann skráði sms-in svo að hann vissi hvaða stúlku hann væri að leika fyrir hvaða mann og hvert hann var komin í kynlífsfantasíunum. Svo var hann bara að borða með kærustunni og familíunni og alltaf að skrifa sms svo og á nóttunni. Fyrirtækið sagði honum að hann ætti að halda mönnunum heitum eins lengi og hægt var og ef þeir vildu hitta stúlkuna þá ætti hann að segja já, velja dag sem var svona temmileg langt í, svo að karlmennirnir yrðu duglegri að láta sig dreyma um stóru stundina. Síðan hálftíma fyrir fundinn mikla átti hann að segja að hann kæmist ekki því að “pabbi bannar mér að fara út” eða “afi dó í morgun”. Naozumi var orðin svo klikkaður eftir sumarið að hann var farin að skoða kvenmannsnærföt til þess að reyna að finna nýjar lýsingar á nærbuxum. Stundum þegar hann var að labba um borgina stóð hann sig að því að vera að ímynda sér að hann væri í raun einhver kvenanna. Hann hætti í vinnunni eftir sumarið, gat alls ekki meir og kærastan hans var búin að gefast upp á þessu. Hann sagði mér að sumir gaurar sem voru að vinna með honum hefðu verið að vinna við þetta í mörg ár og þeir væru orðnar út úr klikkaðir í hausnum, hættir að tengja við raunveruleikan, vissu varla hvað þeir hétu í raun og voru farnir að haga sér sem “tápmiklar” ungar konur. Þetta var þó vel launað því að eftirsóknin var víst gríðarleg... Fór á Bang Gang tónleika í gær sem voru góðir (takk Atli) en svo fór ég í bæinn og það var frekar leiðinlegt (takk Svala..nei grín), veit ekki af hverju en þetta voru vonbrigði... það liggur við að það hafi verið skemmtilegra í prófinu fyrr um daginn, samt gaman að hanga með gömlu góðu Unni E æskuvinkonu og landkönnuði. Held að ég horfi bara á The Adventures of Baron Munchausen í kveld, hún kun vera ágæt svo er hún gerð af Terry Gilliam, sem er náttúrulega frekar hress gaur. Sjáiði þessa japani sem voru á næsta borði við okkur á "all you can eat, all you can drink" veitingahúsi í Tokyo (þú færð 2 tíma til að borða og drekka (áfengi líka) það sem er á matseðlinum, svo er þér hent út) , sjáið þennan sem liggur bara á gólfinu? þeir eru alveg nokkrir! Þegar maður er fullur hérna á Íslandi á bar dettur maður niður af barstólnum á hart gólfið og stórskaðast en í Japan situr maður hvort sem er á gólfinu, á pullu á mjúku gólfi, þannig að maður liggur eiginlega bara á meðan maður drekkur og enginn þarf að meiða sig og detta einhvern 1 og hálfan meter niður á hart gólf, sumt fólk dettur sko niður barstól og líka frá kannski 4 hæð niður á þá fyrstu. í Japan er maður bara eins og rómarkeisari og liggur á meðan maður étur og drekkur...illa gott mál... Sjáiði bara japanina svo aftur hérna... ...alveg eins og rómarkeisarar! Æ ég er farin að spila Sims eða að gera eitthvað álíka sorglegt..ég ætla að reyna að drepa Simsaranna alla og athuga hvað gerist þá fyrir húsið og leikinn, hvort það verði bara draugahús eða bara GAME OVER, góð pæling...ég ætla að gera það... Britney Bjö P.s. Þetta er fyndið blogg og ég mun hér með linka á það... enda gaurinn bróðir Önnu Pálu, sem fékk mig til að hlæja svona sjöþúsund sinnum á mars/apríl, held meira að segja að barstólapælingin hafi verið upphaflega umræðu efnið hennar á þessum veitingastað... ég myndi linka á hana ef hún hefði vit á því að blogga..en svo er víst ekki.
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |