.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
mánudagur, maí 10, 2004

Ég er komin aftur, enn feitari og enn gráðugri

Og ég held ég sé klikkuð, ég veit að ég er snarklikkuð þegar kemur að tyggjósmjatti en fyrir utan það...mér finnst nefnilega alveg sjúklega gaman að skoða og kaupa flott húsgögn hversu lúðalegt/kellingalegt sem það kann að hljóma. Að fara í Epal er eins og jólin fyrir mér. Ég eyddi fúlgu fjár um helgina í húsgögn, nánar tiltekið mjööög flott borð, hillu og "too cool for school" lampa....
...But still I don´t regret nearly buying myself to bankruptcy, because in a way it felt like sex. Have we women become too depentant on material satisfaction that we forget the right way to satisfy ourselves?
(Þetta var til heiðurs Carrie Bradshaw, megi hún hvíla í friði).

Í fyrrakvöld rúntaði ég um litlu göturnar í miðbænum með vel völdum aðila og ég held ég geti með sanni sagt að ég sé búin að finna uppáhalds götuna mína í Reykjavík (reyndar var mér bent á hana, en það er önnur saga og mun ógeðfelldari). En ég fann fyrir miklu Amélie stuði í þessari götu og ég held að það sé gott stuð að vera í, mjög bjartsýnt.

Ólíkt stuðinu í ljótu úthverfagötunni minni (sem er eiginlega líka ljóta gatan hennar Bryndísar þar sem þær tengjast með stuttum og ljótum göngustíg). En stuðið í götunum okkar er ekkert stuð, það er bara böl, holræsi þjóðfélagsins, illa lyktandi útigangsmenn að ylja sér við eldinn í ruslatunnunum, hundar geltandi og sírenuvæl, sífellt hávært rifrildi og öskur úr húsum og alltaf dimmt og rigning sem magnar upp óþefinn.
Kannski ekki...kannski bara blómagarðar og tveir bílar í hverju plani og börn að leik á götunni og fólk að slá grasið með bros á vör yfir úthverfasælunni. Ojbara...

Þetta er hins vegar frábært:
-Nýja vinnan mín.
-Að búa í uppáhalds götunni minni í 101.
(væri frábært, þar sem ég bý ekki þar núna)
-Að eiga stylish húsgögn.
-Nýtt útlit blogger.com
(það hefur verið tíðrætt að fólk sé ekki sátt við það, vælukjóar segi ég barasta.)
-Kraftwerk tónleikarnir. (voru..ég veit old news, ég er bara an old cow)
-Að vera tvítugur. (stundum ekki þó, en akkúrat núna finnst mér það frábært)
-Að vera ástfanginn (!)

Þannig er nú það.
Swallow.


|

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs