................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
sunnudagur, maí 16, 2004
Ég, Svala og Gefmérfive-gellan hittumst á Vegamótum í gær til þess að ræða um þetta blogg. Svala var fundarstjóri, Gefmérfive-gellan var ritari en ég fékk að vera einskonar bendill sem á að vera frekar feitt því það rímar við sendill. Við byrjuðum á því sama og venjulega, pöntuðum okkur 1 flösku af tequilla, brauðkörfu og 3 stóra bjóra. Fyrsta umræðuefnið var að skipuleggja næstu færslu, skipuleggja innihald hennar og umgjörð. Ákváðum við að næsta færslu skyldi fara fram í dag, 16. maí, skyldi hún því innihalda 19 línur af því að Svala er 19 ára. Ég vildi láta færsluna fjalla um: Ný ofátsvandamál atila-maura sem að éta augun úr fólki. Gefmér-five gellan og Svala vildu hins vegar láta næstu færslu fjalla um það að sumarið væri að koma og það væri gott. Því var ákveðið þema sem var: Sumarið er gott og það er að koma. Ég vildi reyndar frekar hafa það: Sumarið er ógeðslegt og mig langar til að éta það, en Svala sagði að það væri ekki hægt að éta sumar og þar með skelltu stúlkurnar tvær skolleyrum við mínum éti-hugmyndum. Til þess að fá andann yfir okkur stútuðum við Tequilla flöskunni og svo skrifaði hver og einn ljóð til þess að öðlast hina fullkomnu andagift skáldanna. Ljóðið hennar Svölu hét: Sad case í beis ... og var það svona: Ég er soddan sad ceis Því ég er blá og beis Á minni sálu, bringu og face. En það er kanski okay Ef að kallinn Atli will say: Kæra mín Svala er hin fegursta mey. Ljóð Gef-mérfive gellunnar hét: Gef mér Cosmopolitan að drekka áður en ég drepst. Ég man ekki hvernig það var því að gellan gat varla talað vegna tequilladrykkju, en það gæti verið að hún hafi einfaldlega verið að biðja okkur um einn drykk í viðbót áður en hún féll á orrustuvelli Bakkusar þarna inni á Vegamótum.. róni. Ljóðið mitt hét: Ég held að ég éti mig til að vinna Ungfrú ógeð 2004, og var það svona: Mig langar að verða lægri svo ég held að ég éti minn fót fyrst þann vinstri svo þann hægri svo ég verði nógu ljót, til þess að sigra í Ungfrú ógeð 2004, Og þannig loksins ég öðlast mína viðurkenningu sem rugluð gella sem kann að labba og sig sýna með kórónu eins og bján.. verð ég fræg eins og Ásdís Rán. (ég sá það eftir á að það má túlka ljóðið eins og Ásdís Rán sé tæp en það er alls ekki pælingin heldur bara það að hún rímaði við Bján... nei grín, æ ég veit ekki af hverju hún er þarna, þið megið bara ráða því sjálf...samt fínt stelpa skiljiði ha!) Sú andagift sem nú helltist yfir okkur, fléttaðri við sumarblíðu, Austurvallarstemmningu, Bra bra að borða brauð og próflokum, mun nú hér birtast í þessum 19 línum eins og ákveðið var, byrjar hér með því hin eiginlega færsla sem var í raun samtal sem átti sér stað af því að enginn nennti að taka þessu alvarlega: Svala: Rosalega getur bra bra borðað mikið brauð. Gefmérfivegellan: þú getur sjálf bara borðað mikið brauð þarna...öhhh Bryndís: Ertu að segja að Svala sé brauð? Gefmérfivegellan: Nei að hún borði mikið brauð. Bryndís: Já en er maður ekki það sem maður borðar, ertu þá ekki að segja óbeint að Svala sé í raun brauð? Gefmérfivegellan: Æ ég er svo drukkinn ekki tala við mig um flókin mál..öhhh Svala snöktandi: Mig langar ekki að vera eins og brauð... Atli Bolla kemur inn í netabol með riffil, mjög reiður: Hver var að segja að Svala mín liti út eins og risavaxinn fíll? Bryndís: Enginn Gefmérfivegellan: Ég sagði að hún liti út eins og brauð..eða eitthvað, æ ég man það ekki... Atli: Nú já, nú ég er sammála því, hún minnir mann gjarnan á brauð, mér heyrðist þú segja sko risavaxinn fíll haha er það nú vitleysa haha! Allir hlæjandi: Hahaha þetta var nú fyndinn miskilningur! Opið bréf frá B&S til lesenda Gefmérfive: Við viljum biðjast afsökunar á því að tala ekki um raunveruleika okkar heldur bulla einungis. Þannig er mál með vexti að helginn fór í svo hart próflokadjamm, eins og það hefur verið kallað af gárungum, og munum við því eiginlega ekkert hvað gerðist...þannig að..já..það voru samt alveg einhverjar kræsingar í gangi, en hver veit hverjar þær voru? Tja allavega ekki ég! Pís out BB P.S. þess má geta að ég, svala og ásgeir vorum í dag gerð að forsíðumódelum vefritisins www.nyhil.org , ástæður eru ókunnar... ...please feed me if you can...
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |