................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
þriðjudagur, maí 04, 2004
Hlutirnir virðast ekki vera að ganga eins og ég var búin að reikna með. Þetta byrjaði allt saman á því að hárið á mér varð appelsínugult og fjólublátt sökum heimsóknar einhverja breskra hársnyrtisérfræðinga til landsins. Sumir héldu því fram að ég hefði fengið áfengiseitrun sem að birtist í appelsínugulum strípum, ég sagði bara : okay, já einmitt. Nennti ekki að segja frá þessum bresku gæjum sem að kæmu hingað til lands að gera hár appelsínugul og fjólublá. Klippingin sem ég fékk var samt alveg frekar ágætt. Síðan gerðist það að ég fór á hárgreiðslustofu að láta laga appelsínugula og fjólubláa litinn og verða bara aftur dökkhærð eins og ég hef verið annað hvert ár síðan ég var 15 ára (1998, 2000, 2002 og svo núna aftur 2004), það er gott mál...en... ég bað konuna um að klippa mig aðeins til og þegar ég kom heim var ég bara eins og Charlize Theron í Monster, með einhverja Suðurríkja 1988 Metal klippingu með feitasta sítt að aftan sem ég hef séð! Bróðir minn sagði strax að ég liti út eins og anarkisti og Svala sagði að ég væri eins og einhver Metal 1990 Guns N' Roses rokkari. Svala klippti skottið af mér svo að núna er ég eiginlega bara með stutt hár sem ég er mjög óánægð með og ég get ekki beðið eftir 1. ágúst þegar hárið á mér á að vera búið að síkka um 3 centimetra, akkurat þá sídd sem vantar upp á að hárið á mér verði okay. Svala hjálpaði mér að mixa hárið þannig að það var fínt, en núna þarf ég alltaf að hafa mjög mikið fyrir því, og að lokum leit ég út alvega eins og japani. Ég horfði í spegilinn og mér leið allt í einu eins og ég væri 11 ára en vissi ekki af hverju. Ég líktist einhverri persónu sem ég man óljóst eftir frá æsku minni. Þegar ég kom heim fattaði ég að ég væri bara alveg eins og liðsmaður í fótboltaliðinu Kíklópunum sem voru japanskir manga teiknimyndaþættir á stöð 2. Sem sagt, þegar ég er búin að gera hárið bærilegt þá lít ég út eins og manga japani. Var búin að gleyma því hvað Njála er fyndin, mundi það aftur í síðustu viku... taðskegglingarnir ykkar.. Fólk er samt oft svo tæpt, var að lesa að í frönsku byltingunni þegar fólkið var nýbúið að ná Bastilunni undir sig hafi það drepið verðina sem voru þar með því að skera þá á háls. Síðan tóku nokkrir menn hausanna af, settu á spjót og marseruðu síðan um borgina með þessi spjót á lofti eins og fána. Mjög ógeðlsegt, en samt ekki eins ógeðlegt og einn draumur sem mig dreymi fyrir jól. Hann var þannig að ég var í Hagkaupum í Kringlunni og var að kaupa í matinn. Ég geng að svona stórri frystikistu þar sem fullt af kjöti er ofan í, lambalæri, frampartar og hvað þetta allt nú heitir. Síðan er ég eitthvað að gramsa í þessu og sé síðan eitthvað kjötstykki sem er ekki rautt heldur bara dökkt. Ég kafa ofaní kistuna og dreg hann upp og þá er þetta haus af svertingja sem búið er að kljúfa í tvennt eins og sviðakjammana. Ég fer að skoða betur ofaní kistuna og þá sé ég að það er fullt fullt af svona klofnum svertingjahausum þarna, af börnum og konum og mönnum og allir eru með hræðilega sársaukagrettu frosna á andlitinu, hálföskrandi, sumir eru jafnvel með opin augun og einhverja skartgripi á sér. Ég les á pakkningarnar og þá les ég að þetta kjöt sé selt frá Rúanda.. þetta er sá allra ógeðslegasti draumur sem mig hefur á ævinni dreymt, mun ógeðslegri en þegar mig dreymdi að bróðir minn mætti velja jólamatinn og í staðinn fyrir að velja hamborgarahrygg eða rjúpu þá vildi hann borða köttinn okkar, og við urðum að gera það því við vorum búin að lofa honum að velja. Ég var svona 7 ára þegar mig dreymdi þann draum... Kisa er enn þá hress í dag, orðin 17 ára, frekar temmilega kisa það.. Við getum lært þrennt af þessu: a) það er ógeðslegt að marsera um höfuðborgir með mannshöfuð á spjótsoddum b) Munum eftir þróunnarlöndunum, hlutir sambærilegir og draumur minn eru að gerast þar í raun c) Kisur lifa lengi ef manni dreymir að maður borði þær British
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |