.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
mánudagur, maí 10, 2004

Nokkrar tillögur að "betra" samfélagi með tilliti til bætts efnahagslífs Íslendinga vegna möguleika til vélbyssuframleiðslu og sölu.

uno - Í stað þess að hafa rautt ljós á ljóslugtunum er einfaldlega gerð virk vélbyssa sem skýtur alla þá sem að reyna að komast yfir götuna ólöglega.

dos - Ef einhver keyrir of hratt er gervihnöttur út í geimi sem að skynjar það með áfestri vélbyssu sem að skýtur á bílinn.

tres locos - Ef fólk er ekki með spennt beltin er innbyggð vélbyssa í ljósakerfinu í loftinu inn í bílnum sem skýtur alla þegar keyrt er af stað.

quatro seasons - Festar eru 500 vélbyssur við kennarasvalirnar á Menntaskólanum við Hamrahlíð sem skjóta á þá sem fara yfir 30 km hraða í Hamrahlíð, nota má vélbyssurnar líka sem kveikjara fyrir þá kennara sem reykja á svölunum.
Eins geta vélbyssurnar skotið þá nemendur sem reykja ekki inni í reykskýlinu svo og þá sem gera grín af blinda fólkinu sem býr hinum megin við götuna.
Kanna má möguleika á því að vélbyssurnar skjóti einnig þá nemendur sem að falla á mætingu, eru með áfengi inn í skólanum eða svindla á hlaupunum í leikfimi hjá Olgu.

Fimm frækin - Inbyggðar vélbyssur í skólatölvur sem skjóta nemendur sem misnota skólanetið
(dæmi: að fara á google.com og skrifa: “breasts” þá kemur vélbyssu upp úr skjánum og skýtur nokkrum sinnum)

sex(y) - Hafa vélbyssur fastar á klámtímaritahillunni sem skjóta þá sem að velja frekar gróf klámblöð heldur en hin ljósbláu.

Dverganir sjö - Hafa vélbyssur fastar á Verslunarskóla Íslands sem skjóta alla þá sem að reyna að komast inn í skólann.

Achtung - Hafa innbyggðar vélbyssur á öllum krítartöflum Hagfræði – og viðskiptafræðideildar í Háskóla Íslands sem skjóta alla þá sem að eru með “hægri-slagsíðu”.

Knights who say ni - Hafa vélbyssur í kosningarklefunum fyrir alþingiskosningar sem að fara af stað ef krossað er við Sjálfstæðisflokkinn. Mjög góð hugmynd sérstaklega ef að Frjálshyggjufélagið fer að færa út kvíarnar og bjóða sig fram.

(Boðorðin) Tíu - Festa vélbyssur við hátalarakerfin í bíósölum sem að fara af stað við upphaf mynda eins og: The Fast and the furious, Maid in Manhattan, Pearl Harbour og Armageddon.

Juu-icji arigatoo gozaimas - Hafa vélbyssur fastar á lygamælum sem fara af stað ef logið er, væri gott til brúks á Donald Rumsfeld þegar hann er spurður: Bíddu vissiru í alvöru barasta ekkert af pyntingunum í Írak? (helv.. don't get me started)

Tólf trylltir trommarar - Hafa fastar vélbyssur á stokkum og steinum sem að skjóta á hundaeigendur sem þrífa ekki upp skítinn eftir hundana.

Friday the 13'th - Festa vélbyssur inn í alla skála sem hugsanlega gætu notast undir stórfélagsferðir NFMH sem skjóta þá sem að gera þarfir sínar á gólfið eða eru ekki í stórfélaginu. (má einhvernvegin blekkja kerfið ef nauðsynlega þarf að gera undantekningar, sem ég er reyndar mjög hlynnt)

Fjórtán fagrar fitubollur - Hafa vélbyssur fasta á enninu á Ronald McDonald styttunni í Kringlunni sem að skýtur alla þá sem að kaupa sér hammara eða eitthvað annað að éta þar.
Byssan má skjóta frjálst í allar áttir þegar hádegisfrímínútur Verzlunarskóla Íslands eru í gangi, svo og í áttina að Verslunarskólanum þegar þeir vinna Morfís og/eða Gettu betur.

Fifteen furious fiddlers - Hafa Jón Sigurðsson styttuna á Austurvelli með vélbyssu sem að skýtur í áttina að Nasa um helgar, má líka skjóta í áttina að Alþingi þegar ákveðnir menn eru að tala svo og að skjóta stundum í áttina að MR bara til að heyra þá bölva á latínu.



Ef ykkur er ofboðið gjöriði þá svo vel að lesa ávallt “vatnsbyssur” í staðinn fyrir “vélbyssur”.
Sérstaklega þegar lesið er um Verslinga því að innst inni þá þykir mér mjög vænt um þá.

Svala biður enn og aftur að heilsa ( er enn að snæða, nú feitmeti). Hún vildi benda fólki á það að ef hún væri borgarstjóri í einn dag myndi hún koma þessum hugmyndum í framkvæmd svo og að skjóta á alla þá (úr vatnsbyssum eða vélbyssum) sem að:
a) smjatta á tyggjói
b) smjatta yfirleitt og
c) horfðu á smjattpattana.

Ykkar að eilífu,
Beverly Bills

|

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs