| ................................................. |
| You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
|
þriðjudagur, maí 25, 2004
Stúlka ein hét Svala. Svala þessi þótti málgefin sem krakki og var gjarnan uppnefnd "Svala Tala". Hún var sannkölluð ofurdúlla með ljósa lokka og þótti hvorki vera óbermi, ónytjungur né viðriðni eins og aðrir krakkar í götunni. Nú er Svala þessi í sjúkrainntökuprófi inn í Myndlistarskóla Reykjavíkur vegna þess að í hinu raunverulega inntökuprófi leið yfir hana. Svala þessi stóð þá fyrir framan trönur sínar og mundaði pensilinn með hægri hendinni en var að skera af sér eyrað með þeirri vinstri er skyndilega hún finnur fyrir svima og vanlíðan. Líður þá yfir hana ofan á 2 banana, lauk og appelsínu sem aðrir prófþreytendur voru að glíma við að mála. Þetta olli miklum vangaveltum því að nú vissi fólk ekki hvort að teikningin ætti að samanstanda af þessum banönunum, lauk og appelsínu eða hvort teikna ætti Svölu með á myndina þar sem hún var óhjákvæmilega orðin hluti af uppstilingunni. Tekinn var ákvörðun af skólastýrunni dr. Guðnýju Baden-Meinhoff Wiium að teikna skyldi stúlkuna með ávöxtunum og grænmetinu og eftir að prófinu lýki mætti reyna að vekja hana og segja henni að hundskast heim. Nokkrir Prófþreytendur höfðu þetta um málið að segja: Diðrik: Jesús, þetta var feitara en snuff... Sóley: Þetta var ömurlegt, ég var alveg að vera búin með banana þegar hún hlunkaðist ofan á þá og lá þarna hálfslefandi. Það tók mig upp undir klukkutíma að breyta banönunum í Svölu án þess að mynd mín liti fáránlega út, eða eins ófáránlega og hún getur verið. dr. Guðný Baden-Meinhoff Wiium: Já fyrst þegar aðstoðarmaður minn kom inn á skrifstofu til mín með þessar fréttir krossbrá mér en þegar ég kom inn í prófherbergið og sá hversu tignarlega hún lá ofan á banönunum, með laukinn í auganu og appelsínuna á milli brjóstanna, þá hugsaði ég mér: "Þetta er list!", ég gat ekki hugsað mér að hrófla við þessu fyrr en við værum búin að festa uppstilinguna á mynd. Mér finnst endalaust fyndið að Alma Joensen (eða Alma JoenDen eins og hún heitir í 118)og Ásdís Rán, sem ber gjarnan starfsheitið fyrirsæta, elda saman grátt silfur. Viðtal birtist við Ásdísi Rán fyrirsætu í Fréttablaðinu síðustu helgi þar sem hún var að tala um það hvernig líf hennar væri sem ljóshærðar konu. Þetta viðtal fannst Ölmu svo tæpt að hún las það upphátt í stúdentsveislunni sinni. Alltaf þegar það kom eitthvað tæpt drukku Svala og Signý einn bjór. Eftir 2 kassa þurfti Svala að bryðja tómar bjórdósirnar en Signý lá dauð upp í rúmi hjá bróðir Ölmu. Þá var Alma komin í gegnum greinina, enda grein þessi mjög stutt, aðeins nokkrar línur. Hér kemur mikill leirburður sem ég fann (ekki) inn á Vef-Þjóðviljanum. (Þeim nafnskrumskælurum og ritsóðum) Lítið eitt um Bandaríkjaher: This is my riffle and here is my M16 gun The riffle is for fighting but the gun is for fun Then we keep the good moments not just in our hearts but also on photos so we can show others from far how much men we are... Þetta er nú ljóti leirburðurinn, minnir mig á miðvikudaginn í síðustu viku eða bara þessar gellur (þetta er ljótt af mér, allt of kalt) Við skulum vona að Svala hafi getað gert eitthvað betra en þetta í dag..
push/click arrows to scroll.
|
::photo moto:: ::sú var tíðin:: |