................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
sunnudagur, maí 23, 2004
Við í höfuðstöðvum Gefmérfive í New York ákváðum að skella okkur í 6 stúdentsveislur um helgina. Ákveðið var þemað: eitur og ógeð. Svala var "eitur", Gef mér five gellan var "og" og Bryndís var "ógeð". Svala var í eiturgrænum kjól en Bryndís var bara ógeðsleg eins og venjulega. Gefmérfivegellan var edrú öllum til undrunar enda manneskjan búin að líma grænan SÁÁ álf á öxlina á sér, góðu málefni til stuðnings. Atli fékk frá Svölu "Rock and pop- year by year" bókina og svart og eiturgrænt málverk af The Strokes eftir frægan listamann sem kallar sig Swallow. Annars fékk hann líka rósir og -11111- brennibolta frá Bryndísi, Orri líka nema brenniboltinn hans var -OOOOO- , Alma fékk eiturgræn martiniglös frá gefmerfive, Signý fékk eiturgóða tölvuorðabók og eyrnalokka og Sólveig fékk martiniglas og ógeðslega góða bók. Allir voru sammála um að þessar gjafir væru svívirðilega ógeðslegar og baneitraðar. Veisluborðið hennar Sillu, sem fékk enga gjöfina þó, fékk hæstu einkunn eða 9,5 af 10 mögulegum. Fín skinka af feitu svíni, flatkökur með hangikéti af hangikind norður frá Rauðhólum í Skagafirði og litlar sætar kjúklingalappir af litlum sætum kjúklingum. Svala át 20 kjúklingalappir en Bryndís át 27 kjúklingalappir svo og 2 keramiklistaverkverk í eigu móður Sillu (eftir Koggu), hjónarúm smíðað úr rekavið, magnara sem var í miðju Date With The Night með Yeah Yeah Yeahs , 4 gesti (af báðum kynjum) og 7 stúdentshúfur, þ.á.m. húfuna hans Gogga. (Gefmérfivegellan var höfð út í bílskúr á meðan enda óalandi og óferjandi eftir að hafa séð alla sætu strákana með hvítu kollana í bænum. Hún skemmti sér þó ágætlaga með græna SÁÁ álfinum og japlaði á gömlum tvist og ryðgaðri felgulegu. Annars var þessi prýðis útskriftardagur prúðu vina vorra hinn prýðilegasti. Þessu gefum við five: Sillu fyrir gott partý Okkur fyrir að hafa gefið nice gjafir. Högna fyrir að vera prýðilegur dansfélagi. Sólveigu fyrir að hafa dúxað. Ölmu fyrir að vera eiturhress þrátt fyrir að geta ekki andað. Veðurguðinum fyrir að hafa komið með feitt veður í dag...reyndar var það ekki alveg nógu gott á laugardaginn, þannig við gefum honum four. B&S Að lokum: gefmerfive.blogspot.com vill lýsa yfir ánægju sinni með sigur Michaels Moore í Cannes með þessum skilaboðum: Fellows American. Do not vote for Bush in next november, he is as we call it in Iceland a "auli" he is not "hress" or "kátur" or "gúdsjitt gaur" but Kerry is more likely to be that. Please vote for Kerry then, and we are meaning this. Yours ex-au-pair in Iceland. Einnig á Sjálfstæðisflokkurinn 75 ára afmæli á morgun, að því tilefni segjum við allt það sama og stendur hér fyrir ofan nema í staðinn fyrir American lesist Icelanders, í staðinn fyrir Bush stendur Sjálfstæðisflokkurinn, í staðinn fyrir Kerry stendur Samfylkingin/Vinstri grænir (innanhúsósætti í höfuðstöðvum Gefmérfive), svo er kvatt með orðunum: Ykkar B(ingó) B(jössi) og Swallow
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |