................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
mánudagur, júní 28, 2004
Ég lenti í hörku árekstri á morgun og bílinn minn er ónýtur. Ég dúndraði aftan á jeppa á Hringbrautinni og ég sá bara húddið koma upp að rúðunni. Glerbrotin lágu út um alla Hringbraut og það brakaði í þeim þegar hinir bílarnir keyrðu yfir þessar leifar af bílnum mínum. Í dag á að taka minn ástkæra bíl, sem líkist nú einna helst harmonikku, og pressa hann saman í tening sem síðan verður notaður í Yatzi í þriðja heiminum. Ég slapp líkamlega heil. Greyið stúlkan á jeppanum fyrir framan mig hefur eflaust haldið að ég væri geðbiluð því ég titraði eins og hrærivél á meðan ég afsakaði mig, hennar bíll slapp nánast óskaddaður og hún var okay. Bíllinn minn var svo mikil hetja að hann ákvað að taka allt á sig, fyrr mátti nú vera. Býst við því að "bláa duggan" eða LT206 sjáist aldrei aftur á götum bæjarins... snökt.. Annars þá er Gefmérfivegellan komin aftur, myndasíða komin upp og sól úti.. ... fleira hef ég ekki að segja.. nema.. "Every animal in the world dies alone, and cars become cubes.." Ég veit ekki hvort það er verra að deyja einn eða verða að kubbi... jú ég held að það sé mun betra að verða að kubbi. "Bláa duggan" eða LT206 dó ekki allein, ég var hjá henni alveg þangað til það fór að rjúka upp úr húddinu og hvert glerbrotið úr henni var brotið í mél... blessuð sé minning hennar. BB
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |