................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
laugardagur, júní 05, 2004
Lengsta færsla í heimi, heimsmet slegið Gerður G. Bjarklind: Lesari er Gunnar Eyjólfsson. Þættinum var áður útvarpað Jónsmessukveldið sumarið 1972. 1. Kapítuli. Af litlu manneskjunni með stóru hugsjónirnar Sagan af Auði Möggu Auður Magga vinnur við það nú í sumar að hella upp á kaffi fyrir byltinguna. Byltingin er erfið og því gott að berjast fram í rauðan dauðan á hugsjónum og koffíni. Auður Magga er að verða einn þekktasti femínisti landsins, hún er jafnaðarkona og vinkona "litla mannsins". Auður sást síðustu helgi fyrir utan Broadway þar sem hún var að mótmæla fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland. Hún var helvíti hress og sprellaði mikið. Auður er orðin það fræg að fréttamaður Birtu hringdi í hana á dögunum til þess að spyrja að því..."hvort að Ungfrú Ísland mætti greiða henni?". Hin nýkjörna Ungfrú Ísland er sem sagt jafnframt hárgreiðslukona. Auður hefði getað svarað: 1) Frekar myndi ég vilja láta Lalla Jones greiða mér 2) Því miður get ég það ekki, ég er nefnilega hauslaus! 3) Bíddu... er það gellan þarna... með flösuna? 4) Hún getur bara greitt sér sjálf! 5) Mamma mín var mávur, ég er því með fuglshöfuð er það okay?.. eða mamma mín var huldukona, höfuð mitt er ósýnilegt.. mamma mín var selur.. ég er ekki með neitt hár.. eða bara það besta: Mamma mín var gosbrunnur, er allt í lagi þó svo að það buni sífellt vatn út úr stútnum á hausnum á mér? Auður Magga sagði hinsvegar: Eee..ha?...ee nehh.. eiginlega ekki...hmmm ..sem ég skil vel, ég meina come on! hvers konar spurning er þetta? Ég sé þetta fyrir mér í næstu Birtu: "Feministinn fyrir breytinguna" og svo kemur mynd af Auði með geðveikt fúlan svip og gráleit, slegið hárið, íklædd rúllukragabol sem á stendur: "manneskja er ekki markaðsvara". Svo kemur við hlið þeirrar myndar: "Feministinn eftir að Ungfrú Íslands fríkkaði upp á hann!" Þá kemur svona mynd af Auði skælbrosandi með hárið í einhverjum snúningum og komin í flegin bol sem á stendur "Oriblu", undir myndinni er tilvitnun í Auði: "Þetta var ótrúlega gaman, mér finnst ég hafa lært mikið af þessu, ég hef miklu meira sjálfstraust og finnst gaman að fá alla þessa athygli..." Hér með lýkur fyrsta kapítula. Annar Kapítuli Hin vanmetna stúlka sem nær þó til hjartans Sagan af St. Rut Rut er loksins komin með vinnu. Hún vinnur nú á hjartadeild Landspítalans, stytt: Hjala. Rut er búin að taka tvö pláss frá inni á hjartadeildinni sem nýtist foreldrum mínum þegar ég tilkynni þeim að ég ætli líklegast að flytja frá föðurhúsum mínum yfir hásumarið, til þess að skralla í 101 Reykjavík. Þessi pláss nýtast þeim líka strax núna í dag ef þau komast að því að ég... hmm æ sleppum því. Lífhlaup Rutar má birta í einni sannri sögu frá dönskutíma í Víðistaðaskóla herrans árið 1998. Kennari vor gengur inn í bekkinn ásamt kennaranema einum. Þessir verur stilla sér upp við kennartöfluna og tekur þá hin eiginlegi dönskukennari að kynna okkur krakkana fyrir kennaranemanum. Kennarinn: Þetta er hún Unnur, hún er rosalega falleg. Mig langar til þess að skírða inn í líkama hennar, ohh það er nú gaman að vera svona ungur og fallegur... Unnur: Jú það er fínt takk.. Bekkurinn klappar fyrir fegurð Unnar... Kennarinn: Þetta er hún Bryndís, hún er ansi flippuð. "Hendes hoved er fuld af fantasier.." og svo gaf hún út barnabók um jólin, hún er svo frumleg þessi elska... Bryndís: Sjúr Bekkurinn klappar fyrir þessum frumlegheitum Kennarinn: Þetta er Rut.............. hún er stærsta stúlkan í bekknum. Bekkurinn þegir.. loksins klappa einhverjir smá Kennarinn: Ennn þetta er hann Jón Þór, hann er mjög góður í fótbolta og..blah blah.... Rut grét í ár, ég reyndi að hugga hana með frumlegum huggunarorðum: Rut, hún var að meina "stærsta persónuleikan í bekknum..".. viltu nammi? æ þú ert alveg fín.. Satt best að segja er ég svo ánægð með að Rut skuli loksins vera komin með vinnu og inn á beinu brautina til okkar hinna sem erum alltaf með fínar einkunnir, fallegar og með kærasta og svona. Við héldum alltaf að hún hefði algjörlega misst af lestinni, en viti menn, einhverstaðar náði hún að grípa hana og virðist nú vera komin á ágæta ferð. Ég er svo ánægð með þetta, við hinar samgleðjumst henni. Rut var kannski vanmetin en hún náði loksins til hjartans, og er það ekki hjartað sem sigrar að lokum? (ath: bull að miklu leyti) Lýkur þá kapítula Rutar Þriðji Kapítuli Tæpi lögfræðineminn á beinu brautinni sem neitar þó að fylgja henni eftir. Sagan af Ragga vitra Raggi vitri vinnur á veitingastaðnum Galileo. Hann var ráðinn sem þjónn á þann stað því að Raggi og Galileo þykja eiga svo margt sameiginlegt. Báðir eru þeir karlmenn, báðir mjög klárir, báðir þó nokkuð uppreisnargjarnir og Raggi myndi líka vera bannfærður af páfanum, ef að páfinn aðeins vissi... Raggi var að djamma síðustu helgi. Þegar hann er á skrallinu fær hann oft tæpar hugmyndir sem má hlæja mikið af að þremur dögum liðnum. Raggi át einu sinni á skrallinu 3 kebaba og með því, pappabakka og servíettuna í desert. Margir öfunda hann af því að geta borðað allan þennan mat og hluti án þess að fitna, það er líklegast það eina sem að Raggi og Galileo eiga ekki sameignlegt. Þegar Galileo át á sínum tíma í brjáluðu partýi í tilefni að Endurreisninn á Ítalíu, 3 kebaba, tréplötu og efnisbúta, þá fitnaði hann talsvert. Raggi fékk eina úrvalshugmynd um helgina. Hann tók leigubíl frá bænum upp á BSÍ og keypti sér talsvert magn af súkkulaði og fékk svo leigubílstjórann til að keyra sig upp í Elliðaárdal. Þar settust þeir tveir í grasið og spjölluðu og átu súkkulaði. Síðan ákvað Raggi að labba bara frá Elliðaárdalnum til Hafnarfjarðar og sagði leigubílstjóranum bara að fara heim til sín. Þegar Raggi var komin í Seljahverfið meikaði hann ekki meir og hringdi aftur á taxa. Raggi vaknaði morguninn eftir með plastboka oná sér, í pokanum var afgangurinn af súkkulaðinu, 2 Rís stykki, Daim, Draumar, Mars, Snickers, Twix, nokkur stykki af Conga, Prins, Þristur... Hugsið ykkur. ég var búin að skrifa enn þá lengri færslu en hún datt út, ég brjálaðist en ákvað að "hold my horses" og sýna að ég lúti ekki fyrir duttlungum minnar sálarlausu tölvu. Ef þið eruð enn þá að lesa, þá eruð þið mjög góð á því... Næst kemur enn þá lengri og ógeðslegri færsla, ojjjjj (blóð og saur birtast í hugum ykkar, þrumur og eldingar, Drakúla (ekki samt Drakúla brjóstsykur) og svo kolniðamyrkur og allt allt allt of hljóð þögn......þögnin fyrir storminn..hmm) BB-Брындйс
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |