.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
mánudagur, júní 21, 2004

Mikið sem maður er e-ð glaður þegar það er gott veður. Þá langar mann ekkert meira en að búa í bænum, hanga á Austurvelli allan daginn og vera svo artí fartí að Andy Warhol myndi blygðast sín.
En ég bý ekki í bænum heldur í úthverfi og hef því ég ekkert annað að gera en að slá grasið og drepa flugur í góðu veðri og það er allt Bryndísi að kenna af því hún eyddi öllum peningnum sínum í japanskar karlgeishur og á karókí-strippbúlum,
já Bryndís er algjör bavíani eins og maðurinn sagði eitt sinn... Reyndar var sá maður einmitt Jim Carrey en þá var hann líka fullur með stjórn gefmerfive í Las Vegas þar sem Bryndís og Jim giftu sig í McDonalds bílalúgu með Hugh Hefner sem vott. Svo giftist gefmerfivegellan Hugh til þess að fá ókeypis Big Mac en hún er einmitt í fríi hjá eiginmanni sínum og 30 kynlífsambáttum hans en það er önnur saga og ljótari.
Hún sendi okkur þó póstkort til lesenda með mynd sem hún teiknaði sjálf og við birtum hér:



En annars þá er lítið að frétta frá höfuðstöðvum gefmerfive, það helsta er það að Bryndís er nú búin að finna sér rauðhærðann betri helming og dvelur öllum stundum þar á bæ....já það er rétt hún, er byrjuð með Juliu Roberts!
Ég hangi bara öllum stundum á ebay að reyna að krækja í feitan karlmann...nei, ég meina feita myndavél...feeitt.

Svala

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs