.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
föstudagur, júní 04, 2004

Vegna ítrekaðra fyrirspurna þá tilkynni ég að inntökufjandinn í Myndl.sk. fyrir viku gekk svona lala, ekkert of vongóð, en mér tókst að gera ekki neinar gloríur að þessu sinni s.s leið ekki yfir mig, og fór ekki að æla eða fá niðurgang í miðju prófi, það er allavega jákvætt.

Öllu skemmtilegra er þetta, að gera svona óskalista er hin besta hef-ekkert-að-gera-í-vinnunni iðja. Smekklegast finnst mér svöluhálsmenið sem kom síðast.

Það er ótrúlegt hvað ég verð þreytt á hárinu mínu, núna langar mig að lita það mjög ljóst, eiginlega hvítt og fá mér e-a crazy klippingu eða fá mér permanett...hljómar svolítið eins og ég vilji verða eins og gömul kona, en nei ég hlakka síður en svo að verða öldruð...ég held það sé ömurlegt. Ég bíð þó mjög spennt eftir því að það komi í tísku hjá ungum stelpum að vera með grátt hár og fara í lagningu, hlýtur að koma að því, nýjum hugmyndum fækkar hratt í tískunni. Kannski ég byrji bara á því...veri trendsetter, "sú fyrsta af ungum stelpum sem þorði að vera með gömlukonuhár."
...
Það er alveg fyndið hvað bíóhúsin fyllast af slagarastórmyndum á sumrin, Troy, Van Helsing, The day after tomorrow, Spartan, The secret window ofl. ofl. Ætli það sé vegna þess að fólk verður svo léttúðugt með sumarkomu að það er bara meira til í að skella sér á eina Hollywood cookbook stórmynd í staðinn fyrir Nóa Albinóa eins og á veturna? Hmm pæling. Ég verð þó að játa að mig langar að sjá nýju Harry Potter en það er bara af því að ég er svoddan lúði í mér.
Það er samt ótrúlegt, ég get ekki farið í fullan stóran sal í bíói án þess að einhver sé að smjatta og smella tyggjó í kringum mig....þetta er það sem ég hata mest í öllum heiminum, að það jaðrar við geðveiki (reyndar er þetta svo slæmt að þetta er eiginlega hætt að jaðra við, það er bara geðveiki).
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að leiða tyggjósmjatt og smell hjá mér þá er þetta jafn pirrandi og þrálátt eins og apinn í eden, Hveragerði (og sá gaur var sko pirrandi svo fékk maður líka ömurleg dót úr honum, kúkalabba api)
En ég held að ef ég verði reyrð við stól og einhver látinn smjatta í eyrað á mér muni ég tryllast...og ekkert tímabundið tryll, heldur muni ég þjást varanlega af alvarlegri geðveilu á borð við....

...Ó, nei, nú er ég búin að láta uppi eina veikleika minn á annars ofurmannslegri tilvist minni....

SúperSvala.

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs