.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
þriðjudagur, júlí 06, 2004

Blogglægð í gangi. Kenni öfundsverðum Hróarskelduförum um en nú er hún liðin og brúnin getur lyfst á ný, og ef stuðið er nóg gæti hún lyfst alveg upp fyrir hársvörð og jafnvel upp fyrir haus. Ekki svo að segja að helgin hafi farið til spillis, síður en svo. Rutan og Bryndís blésu til prýðilegs matarboðs á laugardaginn í tilefni af því að Bryndís er flutt til hennar Rutar á Óðinsgötuna næstu 2 mánuði sem er svo aftur í tilefni af því að hún klessukeyrði dugguna góðu.

Vegna ítrekaðra fyrirspurna verð ég að bón þúsunda lesenda og lýsi hér venjulegum degi í moggavinnunni minni:
Sest við tölvuna mína í básnum mínum og fer að spila
The infamous worm game (Mjög hentugur skrifstofuleikur, gefur manni tækifæri til þess að slökkva á heilanum, gerist æ oftar í mínu tilfelli.) og Slime volleyball (slímblak af bestu gerð. Ath. til þess að trufla ekki vinnufrið er kappsömum skrifstofublókum bent á að spila ekki þennan leik þar sem auðvelt er að reiðast mótslími sínu.) Svo kíki ég á msn...hitti kannski Bryndísi í ónefndri hot shot vinnunni sinni og hún segir hluti eins og:
"fokk, Sonja Ghandi var að hringja og spyrja um the boss og ég var auðvitað bara: "yeahh hi! oh your totally cool, I thought that movie you made, lost in translation was awesome." og hún bara: "uuum wasn´t that Sofia Coppola?" og ég bara: " ohh I´m so sorry, I´m so stupid, of course you were that big fat guy who played Jabba the Hut og hún bara skellti á mig...gegt dónaleg". Eftir það geri ég kannski eina raðauglýsingu, það tekur 20. mín. svo raða ég til á skrifborðinu mínu, pússa heftarann minn, geri kannski eina TPS report og hangi smástund hjá vatnsdúnknum og segi lélega brandara við samstarfsfólk mitt sem ég veit ekki hvað heitir. þetta ofantalda geri ég í random röð allan daginn...nokkuð spennó.

Svalbarði

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs