.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
þriðjudagur, júlí 13, 2004

Sure
Sure Sure
Sure Sure Sure
Sure Sure Sure Sure
Sure Sure Sure Sure Sjúrrrelídú

Læknar landsins hafa sett fram ágiskanir um krankleika mína. Ýmis skemmtileg nöfn hafa komið upp á pallborðið. Persónulega hef ég nokkrar ágiskanir, sem eru þessar:

1) Svarti dauði
2) Fugla flensa
3) Dauða flensa
4) Svarti fugl

Læknirinn bætti um betur og setti á listann:
Einhyrningasótt eða Kossasótt.

Mér finnst það frekar feitt. Annars þá vissi læknirinn ekki neitt og sagði að þetta væru eintómar ágiskanir, því hef ég verið í rannsóknum í dag. Blóðprufa var tekin og leið mér eins og beinsíndælu á meðan meinatæknirinn saug úr mér alla lífsorku og fyllti hvert glasið á fætur öðru...af þessum fallega vökva..hmm

11. júlí var mjög feitur dagur á mælikvarða sjúklingins. Það komu mjög margir góðir gesti á Óðinsgötuna til okkar Rutar (já ég er flutt á Óðinsgötu).
Helgi Steinar og Auður Magga sóttu okkur heim, en Auður eyddi annars helginni fyrir norðan heimskautsbaug, Eyrún kom og var illa góð á því, Orri var Afmæli og var þess vegna óhóflega góður á því, Gubblan kíkti við og var mjög feit og svo komu Biggus Dickus og Sólveig með pönnukökur, það var náttúrulega flottast flott.
Rutan var í þvílíku thunder stuði og ég var "on fire" enda ekki annað hægt þegar maður er með um 40 stiga hita.

Svala hafði verið game on kvöldið áður en þá var ég í mikilli lægð sökum veikinda, Svala endaði kvöldið á því að detta niður stigann á Óðins og mig svimaði svo mikið að ég hélt að það myndi líða yfir mig ofan í baðkarið og myndi ekki finnast fyrr en í næsta jólabaði.
Sem betur fer spratt Svalan upp og flaug heil heim á meðan ég hrökklaðist upp í rúm og grét mig í svefn...nei grín..

Samkvæmt læknisráði má ég ekkert fara út alla vikuna. Sem þýðir það að ég er ekki bara brjáluð að hafa misst af sameiginlegu afmæli Orra og Leós heldur verður mér liklegast af mjög svo spennandi sumarbústaðarferð sem stendur til að framkvæma næstu helgi. ..nú verður einhver laminn!

..en í dag á mjög svo merkileg stúlka afmæli:
Signý Björg Guðlaugsdóttir er 20 ára í dag..
Til fokking hammó með ammó
jæja nú ætla ég að hringja í hana og öskra á hana nokkur vel valin afmælisorð..
pís out

Bbrain

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs