.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
fimmtudagur, júlí 22, 2004

Um miðjan 9. áratug 20 aldar höfðu tvær ungar telpur ítrekað sannað dugnað sinn með mikilfengnum mokstri og sandáti á leikskólasvæðum Hafnarfjarðar.  
Ákváðu þá hafnfirsk stjórnvöld að mennta þær til frekari dáða. 
Fyrir valinu varð hafnfirski barnaskólinn;
Engidalskóli. 

Engidalskóli var í stuttu máli svona:
 
- Skólastjórinn tætir próf barnana strax eftir próftöku.  Börnin fá aldrei að sjá prófin sín aftur þótt svo að þeim hafi gengið mjög vel en samt fengið aðeins 3 í einkunn, eða öfugt, skrifaði ekki neitt en fékk þó 9.  Grunur leikur á því að skólastjóranum þyki það gaman að tæta að ýmislegt annað megi finna í hennar óhreina tætidúnk. 

- Skólahjúkrunarkonan leikur hið veigamesta hlutverk allra með því að vigta og mæla börnin oft á ári.  Síðan metast börnin um hver sé hæstur og léttastur. 
Sumir náðu að sannfæra aðra nemendur um að á miðanum  frá hjúkkunni stæði svart á hvítu :
hæð: 1. 94 m  Kg: 21 kg
Slíkur nemandi var ótvíræður sigurvegari í fegurðarstaðalímyndarkeppninni.

- Smíðakennarinn kallaði börnin "lömb" en samt mátti hvorki kalla hann "Kind", "Sauð""Fasista".

- Smíðakennarinn kenndi líka sund, svo að stundum var mikill miskilningur og sum börnin byrjuðu að reyna að bora í korkinn á miðri sundlaug eða var skipað að hefla betur í bringusundinu.  

- Mjólkurkonan hótaði að loka börnin inni í hitakompu þar sem maður myndi deyja ef að maður gleymdi að láta hana fá mjólkurmiðana á réttum tíma.  (Klukkan 12:45, helst ekki fyrr ef seinna = dauði). 

- A.m.k einn bandóður og óforbetranlegur brjálæðingur varð að vera í hverjum árgangi, hann þyrfti helst að fá æðiskast og helda borðum og stólum í allar áttir á minnst 2 mánaða fresti.  Þeim var síðan smalað saman eins og villuráfandi sauðum, einu sinni á ári,  og sendir í skóla til Garðabæjar þar sem að þeir slógu yfirleitt í gegn sem töff gaurar. 

- Stranglega bannað er að hafa tyggjó í munninum (en þó er virðist ekki bannað að hafa gúmmíið í öðrum líkamspörtum), bannað var að vera með húfu inni í skólanum og bannað að kasta snjóboltum í "átt að" skólanun (ekki var tekið fram að bannað væri að kasta grjóthnullungum í höfuðið á 6 ára krökkunum). 
Húfur mátti hafa úti, þ.e.a.s. ef að óforkammaðir strákbermi sem allir eru útigangsmenn eða niðursetningar í dag, voru ekki búnir að kasta þeim upp í loftið á forstofunni þar sem að húfunar festust við límgert loftið og héngu þar þangað til í 12 ára bekk þegar maður fékk húfuna sína til baka ásamt útskriftarskjalinu.   


Þegar 12. ára vitsmunalegum hæðum var náð tók við unglingadeildin í Víðistaðaskóla sem var nokkurn veginn svona:

- Saumakennari sem grættist og fékk taugaáfall, yfir látunum í strákunum eða óforskömmuðum stelpuskjátum, í hverjum einasta tíma.

Saumakennarinn notaði oft ýmiskonar orð sem að óvandaðir menn nota yfir vændiskonur nú á dögum.

- Enginn almennilegur enskukennari, enskukennarinn þurfti að fletta upp í orðabók til að finna þýðingu engisaxneskra orða á borð við "shrimps" og "grail".

- Bryndís hékk inn á bókasafni skólans í 2 ár með ömmu hans Leós (sem var bókasafnsvörður), Roaldi Dahl, Bert Ljung og Ísabellu Allende svo eitthvað sé nefnt. 
Þetta lið fór aldrei saman út að reykja né hittist annars staðar en á bókasafninu. 
Svala varð einmana þangað til hún komst í kynni við linsu eina sem að færði henni fróun í ljósmyndun og stuttmyndagerð.  Svala og linsan eyddu mörgum nánum, allt að ólöglegum, stundum saman í Víðó.


Strax frá byrjun skiptast bekkirnir í eftirtalda hópa:

Sjoppuliðið-
Homo-égáviðvandamálaðstríðaog þessvegnaerégleitandiaðeinverjusemgeturbjargaðmér-jens.

Ofmálaðar gelgjur og gæjar í buxum nr. 300 sem finnst með afbrigðum kúl að reykja og hanga fyrir utan sjoppuna, í bakgörðum eða dimmum skúmaskotum og vera með stæla.    Reykja sorglega augljóslega vegna svalleikans en ekki vegna fíknarinnar.   (Hafa síðan reynt að hætta að reykja frá 16 ára aldri og til dagsins í dag, vegna fíknarinnar en ekki svalleikans). 


Íþróttaliðið-
Homo égerógeðslegahressogfitt-jens.

Hópur fólks sem stundar íþróttir og gengur aðeins í íþróttafötum, já alltaf í íþróttafötum, nema kannski á böllum, þá er farið í einfalda kjóla og litlaus jakkaföt.
Halda að þau séu þotulið skólans...  sem var reyndar hálfpartinn rétt á þeim, því að ótrúlega margir hafnfirðingar eru í dag skærustu íþróttastjörnur þjóðarinnar. 
Þau fúlsa flest við reykingum en taka stundum nokkra spretti í drykkjunni, kunna nokkra góða brandara og djóka oft en þó innan takmarkanna.


Lúðarnir
Homo I'maneeeerd-jens. 

Lúðar eru vanmetnir.  Þeim finnst gaman að vera í rauðum sokkum, NEi! ég veit það ekki, þeim finnst það örugglega ekkert meira spes en öðrum.  Þeir lúðar sem eru duglegir að lesa eru í miklu uppáhaldi hjá Gefmérfive.  Þeir eru oftar en ekki fórnarlömb þröngs hugarfars, sjálfs síns eða annarra. 


Flippararnir
Homo artífartí-jens
Fá ráðvilt ungmenni sem vilja þó ögra,  vera "sjálfstæð" í klæðaburði, sniðug og uppátækjasöm. Flippararnir í Víðó voru að meðaltali um 3,5 nemandi ár hvert. 
Þeir urðu að einskonar villuráfandi dýrahóp sem að vissi aldrei hvar hann ætti heima í hinni endalausu eyðimörk meðalmennskunar og fyrirfram ákveðinna gilda og viðmiða.
Þeir finna síðan yfirleitt heimili sitt í leikfélögum og kórum framhaldsskólanna.


Alltílæ fólkið -
Homo alltílæaðeilífuamen-jens

Venjulegt fólk sem ber temmilega á og verða alltílæ þegar þau verða stór, verða alltílæ þangað til að..þau... nei... þau hætta eiginlega aldrei að verða alltílæ, alltílæ ástandið virðist vara að eilífu..  Eru oftar en ekki hlyntari ljósabekkjum og ljósstrípuðu hári en aðrir, þau hafa skoðanir á útliti fólks en oftar en ekki finnst þeim aðrar skoðanir vera óþarfar. 

Jens -
Homo Jens -Jens
A.m.k. einn nemandi í hverju skóla er lagður í einelti, oftast út af því að hann heitir Jens.  Rannsóknir hafa sýnt fram á það að sumir nemendur einnig lagðir í einelti þrátt fyrir það að fylgja ekki Jens breytunni =

Manneskja að nafni Jens + Annað fólk = Jens er lagður í Einelti
eða
J + A.F. = A.H.* 
(*A.H. = Aðhrópanir og Hí á þig).

Einelti er víst flóknara en fræðimenn hafa áður haldið, t.d. fannst nemandi í Balavallarskóla ofaní ruslatunnu matsölunnar og hét hann alls ekki Jens heldur Kasper.
Rótækir fræðimenn hafa sýnt fram á með rannsóknum sínum að margskonar ástæður geta valdið því að hópur nemenda "jensi" og taki fyrir einn sérvalin nemenda, slíkir nemendur hafa fengið viðurnefið "Jens" til minningar um þá fræðimenn er upphaflega bentu á Jens-tilfellið.  Nokkra Jensa mátti finna í Víðó.

F.Í.F.F.
  Farið í friði Fokkheads


BelleandSebastian
 
öllum sem finnst þetta vera ljótt og takkí er bent á að svo er ekki, þetta er flott,
og hérna er eitt skemmtilegasta samtal sem við höfum átt í:
 
msn samræður 22 júlí 2004

cafenoirmasako@hotmail.com says:
イ゚ネウ「ヌネスナキ
naozumix says:
イ゚ゥ
Bryndís says:
Yeah that is the right spirit!
naozumix says:
ワソェヲス
Svala says:
I'm fat and slimy bomb!
BLESS!

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs