.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
föstudagur, ágúst 13, 2004

Í dag er ég sat við lestur í klefa þeim er ég hef dvalið í undanfarna daga við lærdóm tók ég eftir því að Hallgrímskirkjuklukka er hætt að slá einungis sínu gamla ding ding ding dong, dong dong dong ding!
Í dag sló hún allskonar útfærslum á dingum og dongum.
Ég þóttist kannast þarna við allnokkur lög eins og t.d. Signi sól og Undir bláhimni og önnur slík. Ekki er ég frá því að eitt jólalag hafi slæðst með.
Eftir nokkra umhugsun, símhringingar í yfirmenn kirkjunnar og annað kristilegt grúsk kom í ljós að Quasimoto, hringjarinn frægi frá Notre Dam, er í heimsókn hér á Íslandi á vegum Ugga Jónssonar bæklunarlæknis Borgarspítalans (stytting: bæklóbó).

Quasimoto mun í þessari heimsókn sinni einnig spila á fleiri klukkur eins og t.d.:
- Íslandsklukkuna eftir Halldór Ell
- Hverjum klukkan glymur eftir E. Hemningway
- Frank og Jói: Meðan klukkan tifar eftir Jens K. Holm
- Klukkuna á Lækjartorgi
og að lokum mun Quasimoto springa í loft upp með glæsilegri flugeldasýningu á sjálfri menningarnótt klukkan tólf.

Andrés Önd átti afmæli um daginn og fékk hann loksins stjörnu sína í the walk of fame.
Ég hef nú bara aldrei í lífinu séð jafn góðan leikara í svona brúðugerfi og gaurinn sem var inni í Andrési við þessa athöfn, hann var bara thönder. Ég sá hann í fréttunum og það var greinilegt að hér var sérvalinn og útlærður maður á ferð, sem kunni á hvern krók og kima á annars feitlögnum líkama Andrésar:

Listamaðurinn í búningnum var ótrúlegur! Posted by Hello

Þara er Andrés að traðka ofan á stjörnunni sinni stuttu áður en hann var skotinn úr launsátri.. með blómum og glimmeri..

Svona hefur maður mikin tíma þegar.. próf eru .. í nánd..

BB

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs