.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
mánudagur, ágúst 30, 2004

------------------------------------------
Sigurður Richter: Gott kvöld!

Af Svölu er ekkert að segja. Henni fannst gaman á James Brown. Eftir fagurt gal Mister Browns sofnaði hún við drykkju og varð því ekki ein af þeim útvöldu sem fóru í bæjarferð. Hún hefur ekki þyngst mikð undanfarna daga en er þó dugleg að drekka og ropar gjarnan hressilega eftir hvern mjólkursopann, þó aðeins ef slegið er létt á bakið á henni. Henni gengur vel að lita og föndra í skólanum sínum en er oftast mjög þreytt seinnipart dags. Þá vill hún fá sér lúr svona rétt fyrir barnatímann.
Ég er að hugsa um að flytja mig og Svölu frá höfðstöðvum Gefmérfive og í höfuðstöðvar barnalands.is, en þar er ágætt að setja upp einfaldar heimasíður ungbarna og annarra einstaklinga er valda höfuðverk og þreytu.
(www.barnaland.is og svo er hægt að skrifa eitthvað nafn eins og bara Snær eða Sól og Draumálfur og svona og þá koma upp síður barnanna)

Það er mikið um skemmtilegar lesningar á Barnalandinu.

Dæmi:

Velkomin á síðuna mína!
Ég heiti Díana Prinsessa sæta!
Pabbi kom heim af sjónum í dag! Ég elska pabba voða mikið og mamma varð líka svaka glöð að sjá hann loksins. Ég vil að pabbi verði heima næstu kvöld hjá mér og mömmu. Mamma vill að pabbi gefi okkur tíma víst að hann er í landi... heyriru það pabbi?
Ég kúkaði óvart í mig á leikskólanum en það var allt í lagi af því að ég er svo mikil dúlla:) og svo er ég líka prakkari ;)
Ég elska mömmu mína! Mamma mín er að fara til Costa del Sol í næstu viku með vinkonu sinni og það varður gaman!!!
Ég vil alltaf sjúga á mér puttan á meðan mamma les fyrir mig úr bók og síðan sofna ég og vakna nú ekkert alla nóttina þótt að ég þurfi að pissa! þá pissa ég bara í mig!
Bless bless Díana Draumaprinsessa

Í fyrsta lagi: Hvernig getur nokkuð barn heitið Díana Prinsessa? Það er önnur hver mamma sem fer með fleipur inni á Barnalandi og segir að barnið sitt heiti eitthvað sem það heitir bara alls ekki. Ég fletti upp nafninu Prinsessa í Þjóðskránni og það er engin manneskja skráð með því nafni á Íslandi. Ekki heldur Helena Draumadís, Hákon Superman, Bjarki! Bestur í heimi eða Harpa Mömmustelpa.

Í öðru lagi: Hvernig geta börnin haldið úti heimasíðum og uppfært þær reglulega þegar þau eru enn þá að kúka í sig. Eða þegar þau eru nýfædd? eða hvað þá með þau sem eru enn þá í "mallanum á mömmu"? Það eru nefnilega allmörg börn inni á Barnalandi sem að eru byrjuð að skrifa inn á heimasíðuna þótt þau séu ekki einu sinni búin að þroska með sér fingur. Sum börn sem að eru á stærð við kúlusúkk eru bara komin með allnokkrar færslur um hvað þeim hlakki til að koma í heiminn og hitta mömmu og pabba.

Í þriðja lagi: Hvernig þætti manni að mamma manns væri alltaf að skrifa á netið að maður hafi verið að kúka í sig eða pissa á sig? Ég vona barnanna vegna að þessar upplýsingar eyðist eftir nokkur ár. En þau hafa náttúrulega afsökun sem er:

"Cooome on! ég var fokking fjögurra skiluru!?!?!"

Ég hef aldrei hitt Pál Skúlason rektor Háskólans en samt er ég búin að stunda þar nám í 2 ár. Ég hef hitt alla skólastjóra þeirra skóla sem ég hef áður sótt. Svo í dag fattaði ég af hverju. í Háskólanum er maður einfaldlega aldrei sendur til skólastjórans. í Engidalsskóla voru krakkarnir alltaf að hitta skólastjóran og spjalla og svona, en ekki í Háskólanum. Mig langar til þess að finna einhvern villing frá því í grunnskóla og vita hvernig honum finnist þetta mál. Er nauðsynlegt fyrir villinga að fara reglulega til skólastjórans eða hættir sú þörf þegar í háskóla er komið. Ég spyr Bjössa Bastarð, Döggu dóp eða Sigga sýru af því næst þegar ég hitti þá í HÍ... hmmm en þeir gætu náttúrulega líka hafa farið í HR... eða á Bifröst...!

Af Sigga T er það að frétta að hann keypti sér bassa fyrir svona hálfu ári, hættið því að spyrja hann að þessu. Ekki heldur spyrja hann um neitt sem rímar við bassa því að hann mun ávallt svara á sama mátan: "Ég keypti hann fyrir svona hálfu ári síðan". Dæmi um spurningu og orð sem rímar við bassa eru: Áttu Indibíódaga-passa ? Og svo rassar í þolfalli.

Auður er brátt að fara til Helsinki í ár og aldir. Það er leitt en ljós er þó í myrkrinu því að einhverntíman ætlar hún sér að koma aftur til okkar hinna sem enn lifum á mörkum hins byggilega heims. Farvel frilla inn til þúsundvatnalandsins...þú ert nú frá Breiðafirðinum..

BB



push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs