................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
miðvikudagur, september 01, 2004
Áki frá Stokkhólmi hringdi í mig í vinnuna í dag. Ég held að það hafi ekki verið hinn eini sanni Áki Nordin, besti vinur Berts Ljungs, heldur einhver annar Áki sem er eflaust einhver fínn kall í Stokkhólmi sem keyrir um á Benz og drekkur kampavín í öll mál. Þessi Áki er að fara að koma til Íslands til þess að vera viðstaddur mjög svo fínt boð í Perlunni sem fram fer á næstu dögum. Hann hringdi í mig til þess að spyrjast fyrir um "dress code" í veislunni. Ég hugsaði málið vel og lengi og sagði síðan: "Ake, jeg tror at du skal har toxic paa" Ake: "hva?" Ég: "Ja det er toxic til festen i Perlen, toxic!" Ake: "Naa so ikke kjolfat?" Ég: "Nej du maa ikke vera andeledes, du skal har toxic, toooxic,! Forstaar du?" Ake: "Jeg forstar ikke!" ... þá fór ég og spurði mann einn hvernig í ósköpunum maður segir smóking á ensku..bíddu er það ekki toxic? Um leið og ég sleppti orðinu fattaði ég að ég væri að slá íslandsmetið í enskuheimskuháttum. Fyrrverandi íslandsmetið var í ensku 202 í MH þegar ég hélt að "shop-lifting" þýddi bara það sama og "to shop". Ég: "Yes I like to shop lift and I do it a lot, like last summer when I was in New York I shop lifted aaaalll the close I'm wearing now, and many many more!" Ég sagði síðan Áka að mæta bara í "kjólfata með tail". Vildi að foreldrar mínir hafi haft vit á því að búa erlendis þegar ég var lítil, þess í stað bjuggum við alltaf á sama staðnum og auk þess hafa foreldrar mínir andúð á ensku, en danska, það er heimstungumálið, enda eru þau fædd 1874. Svo höfum við aldrei átt stöð 2... svo er ég líka auli í ensku... Mannkynssaga II var lögð digurmannlega að velli í svokölluðum sumarprófsþjáningum. Vegna harðra árasa blekgusa penna míns hundskaðist hún aftur til nýaldar og eftir stendur þessi setning: "Bryndís! þú hefur enn og aftur sannað snilli þína! bravó! Þinn Kennari"... eða eitthvað í þessa áttina.. minnir mig..hmmm Atli Bollason er aftur mættur til leiks og þar sem hann er óhræddur um að deila með lesendum tilfinningum sínum ætla ég að gera slíkt hið sama. Ég er hamingjusöm og mér líst vel á skólann. Ég var að kaupa mér stígvél sem eru alveg eins og stígvélaði kötturinn á (mamma hennar Röggu áttu þau..hún keypti þau af kettinum) Stundum rek ég mig þó á það að ég er of hamingjusöm miðað við það að ég á hvergi heima nema nokkurn veginn í Hafnarfirði ( já nokkurn veginn) þar sem ég hef engan bíl og er álíka föst eins og Tom Hanks í Cast Away. Já, skólinn er byrjaður og þar með bý ég ekki lengur á Óðinsgötunni, guð blessi hana. Það er ömurlegt að líða eins og maður eigi hvergi heima.. en ég keypti mér þó fartölvu í gær, ég get reynt að staðsetja hana niðri í bæ og búið á henni þar, í stígvélunum. Loksins loksins náði ég að skrapa saman fyrir fartölvu (þótt ódýr væri) og það gerði ég með því að vinna við að segja fólki að mæta "toxic" í Perluna, og svo margt fleira. Hér ætti ég náttúrulega að setja niður nokkra broskalla og blikkkalla og eitthvað svona álíka hressandi og: vvvvvííííí!!!!!!! stuuuuð!!!yeahhh!!!, en ég ætla ekki að gera það. Ég er hamingjusöm en lifi í óvissu og þá segir maður eitthvað svona eins og: "hmmmmmm...crack æ æ æ !.. (brestur í brotinu í rifbeininu)mmmm....." B. Ljung
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |