.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
þriðjudagur, september 07, 2004

Á miðöldum drakk fólk bara vatn, saft og bjór.
Það var sko almennilegt lið án allra snúðughátta.
Ósjaldan rann á miðaldarmennina ölæði og var þá ágætt að ganga rösklega svokallaðan berserksgang sem hefur líklegast verið einskonar 10 kílómetra kraftganga.
Kettir og hundar fengu að hreinsa úr döllum drykkjumannanna og urðu dýrin við það svo drukkinn að ekki mátti á sjá hvort dýrið væri hvað. Og af hverju er ég að segja frá þessu?
Já eða nei?
Jú það er vegna þess að á morgun er efnt til alsherjarteitis þar sem aðeins má innbyrða hinna áðurnefnda miðaldardrykki og það í svo drjúgum skömmtum að ekki má á sjá hvort að fólk sé hundar eða kettir...

nei þetta gengur ekki upp..

hmm.. næsta kveld mun vera svo uppskrúfað af ölæði og gleði að engan mun má sjá á því hvort að fólk standi á haus eða í hinni viðurkenndu lóðréttu uppsnúnu stellingu.

Það hefur sjaldan boðað gott að skrifa fyrir fram um óorðna atburði.
Hver veit hvort að höfuð mitt eigi eftir að falla af búknum og ofan á þetta lyklaborð næstu sekúnturnar?
Ef það mun gerast þá vonast ég til að það gerist ekki á Þjóðarbókhlöðunni eða á Árnagarði, heldur á hvítri sandströnd Balíeyjar þar sem ég sit með vindil, kokteil og með fartölvu mína í kjöltunni. jælkj


Einu sinni voru Mozart og Schubert að metast um það hvor þeirra væri flinkari píanóleikari. Þeir háðu píanóeinvígi þar sem að báðir þeirra skrifuðu mjög svo tæknilega erfitt stykki og átti sá að vinna sem gat ekki spilað stykki keppinautarins.
Í dag myndi Mozart líklegast drepa Schubert með vélbyssu eða rúlla flyglinum yfir hann er Schubert væri að beygja sig eftir nótunum sínum á gólfinu en á 18. öld, þá voru menn enn að drekka saft, vatn og öl og voru því ávallt drengilegir og heiðarlegir.
Enn það var í þá daga og það er önnur saga. Nú drekka menn bara coke, en það er líka önnur saga.
Allavega, keppnin hófst á því að Schubert spilaði mjög svo erfitt og flókið verk Mozarts án teljanlegra galla. Nánast guðleg leikni Schuberts í hinum mjög svo erfiðum tríólum og tónskröttum Mozarts, físum, esum, áttundum og öllum öðrum tónlistarlegum erfiðleikum fengu Mozart til að svima. Hann varð svo stressaður að hann svitnaði sem gosbrunnur væri en er hann settist við flygilinn með verk Schuberts fyrir framan sig þá sá hann að verk hans var nú bara frekar auðvelt. Mozart spilaði það fulkomnlega nánast allt til enda og er hann ætlaði að ljúka síðasta hljóminum sá hann að Schubert hafði leikið á sig.
Síðasti hljómurinn var þannig uppbyggður að hægri höndin var efst til hægri á borðinu en sú vinstri lengst niðri til vinstri, milli þessara hljóma átti svo að spila eina nótu sem að lá á borðinu miðju. Til þess að spila hana þurfti Mozart að hafa þrjár hendur eða risastóra fingur og úr varð að Mozart sagði einfaldlega við Schubert:
"Schubbi! Það getur enginn spilað þennan hljóm!"
Schubert ýtti þá hinum sveitta Mozarti frá og spilaði hljóminn svo að undirtók í Versölum öllum. Hægri höndin lengst uppi og sú vinstri lengst niðri og svo leysir hann vandamálið með því að slengja nefbroddinum svo fagmannlega á miðjunótina að meira að segja Lúðvík fjórtándi fékk tár í augun.

Þessa Schubertstækni hef ég ákveðið að nýta mér til að auka hraða minn í vélritun
Sjáið t.d. þetta:

ahæ quð og síðast en ekki síst einn tveir og ... znþ

Þetta er ekki töff að framkvæma á Þjóðarbókhlöðunni en ágætt að stunda á milli stíða á skirfstofunni... enginn skrifstofa.. enginn nefbroddavélritun.

Veriði Sæl
Bach

P.s. ef að það var ekki Schubert vinsamlegast lesið þá ávallt Einhver í stað Schuberts, eða önnur orð að eigin vali.


push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs