................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
mánudagur, október 25, 2004
Af vodka, morðtólum og tennisleikjum Það er hægt að segja margt gott um daginn í dag þó svo að hann hafi einungis farið í svefn og lærdóm. Jú ég svaf og lærði og er það vel. Súdan hefur minnt okkur enn og aftur á að til eru svæði í heiminum þar sem að matur er ekki einungis étinn til nautnar. Með það í huga varð ég þakklát fyrir það að geta bakað og borðað viðbrennda eplaköku þó svo að það hafi gleymst að setja í hana sykur. Uppgötvun dagsins var sú að í sjónvarpinu er alltaf verið að sýna fólk gera alla hluti sem við hin, í raunveruleikanum, gerum dags daglega...nema einn. Það er að horfa á sjónvarp. Eina skiptið sem að fólk horfir á sjónvarp í sjónvarpinu er "rétt áður en síminn hringir" eða bara fólk í bakgrunninum sem að þjónar því hlutverki að fylla upp í hann. Við hér sem að horfum oft á sjónvarp, horfum þess vegna á sjónvarp, vegna þess að sjónvarpið færir okkur heim án sjónvarps. Maður einn að nafni Yoshifumi Suzuki dvaldi í nálægu hýbýli um helgina. Hann er frá Tokýo og vinnur hjá Sega. Ég fór með honum í Kolaportið og var það gott en þó betra þegar við fundum einhvern tennis leik frá Sega sem að hann hannaði. Hann hannaði s.s. tennisvöllinn, áhorfendurna og svo tennishöllina. Þetta fannst mér vera magnað. Ég hlakka til að heimsækja hann síðar, þá get ég farið með honum til Harajuku og sýnt honum allar bækunar sem að ég mun þá vera búin að skrifa. Í Lettlandi var mjög kalt, aðeins kaldara en um helgina, en Lettar kunna ráð við því. Á hverjum morgni var farið út í búð og keyptur vodki og var líterinn svo kláraður fyrir hádegi. Kuldi var ekki til umræðu eftir það. Fyrir utan það að þamba vodka allan daginn inn og út, var ekki borðað með hnífapörum á mínu heimili, heldur einungis með ágætlega stórum beittum hníf/korða. Eftir stórhættulega máltíð og áfengisdrykkju var farið út að skjóta með byssum. Í gömlu sovésku loftvarnarbyrgi var búið að koma fyrir miklu magni af byssum og rifflum af öllum stærðum og gerðum. Ég mátti velja mér eitt morðtól til þess að verða dygurmannsleg, og allt af því óalandi, með. Ég vildi fá minnstu og auðveldustu byssuna, helst einhverja sem að virkaði ekki vitund. Úr varð að ég fékk ágætan revolver. Var því næst skotið á einhverja pappírsdruslu í einhverri ákveðinni fjarlægð. Hitti ég alltaf pappírsdrusluna í hjartastað sem er helst til ótrúlegt því að ég sé ekki neitt án gleraugnanna minna, en svona er nú mín tilfinning hreint út sagt ágæt fyrir morðtólum sem þessum. ![]() Íslendingar láta ekki deigan síga í barbarískum siðum. Svo var hægt að nota hnífinn til að stinga úr tönnunum. Þeir sem að ætla sér að sverta karlmennsku mína með því að segja að byssan hafi verið hlaðinn af gúmmíkúlum geta gleymt því. Byssan var sönn og kúlunar voru jafn raunverulegar og tilvist þín kæri lesandi. Eftir byssuæðið var farið á hestbak og var það ágæt á meðan vodkinn tók að renna af manni. Hér eftir kalla ég mig kúreka Hafnarfjarðar, því verður ekki neitað. Billy boy ![]() Hin rússneks/lettneska lesbía og baráttukona Vera sýnir hvernig hún borðar morgunmatinn sinn áður en hún fer út að skjóta. Meira af Lettlandi er hægt að sjá HÉR! (MAMMA ATH: þú smellir á þetta gráleita, þá koma myndirnar upp!) P.s. Ef að þú ert þjófurinn sem að stal fartölvunni minni máttu vita það að ég er falla í skólanum, apinn þinn. Vertu feginn að ég belji bara ekki hvössu orðalagi og svívirðulegi orðbragði á þig! SKILAÐU GLÓSUNUM MÍNUM...svo var ég líka komin langt í GTA vice city... og veistu hvað það tók langan tíma? svona álíka langan tíma og þú hefur nennt að sitja á skólabekk... þú mátt eiga saltpillunar, vona að þær festist í framtönnunum á þér að eilífu!
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |