.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
miðvikudagur, október 20, 2004

Á laugardagsmorguninn síðastliðinn lá ég ásamt rauðhærðum manni upp í rúmi...heheee þið skiljið hvað ég meina..(blikk*)og allavega, við vorum liggjandi og svona. Síðan var nóg komið af liggjanda enda klukkan orðin 12:59.
Þá fórum við út úr húsi og löbbuðum yfir til Atla og Svölu, Svölu sem var ekki í þönder eftir afmælisglaum fyrra kvelds.
Á milli Atla og rauðhærða mannsins (a.k.a. Orri) er svona 7 mínútna ganga, við stoppuðum hjá Atla í 5 mínútur og keyrðum síðan öll þrjú saman til baka, það tók svona 3 mínútur.
Þegar heim var komið, láu rúðubrot yfir alla stofuna og við nánari athugun kom í ljós að einhverjir innbrotsaðdáendur hefðu brotist inn í húsið.
Okkur fannst þetta frekar ruglað kex, ég hoppaði út um brotna rúðu og ætlaði að rannsaka garðinn og leita eftir ...ee..einhverju..en er ég snéri inn aftur voru Atli og Orri inni með ungum pilti sem að hafði komið til þeirra er þeir voru að spóka sig fyrir framan húsið, í öngum sínum.
Pilturinn hafði verið að viðra hundinn sinn og sá einhverja gaura hlaupa frá húsinu með svarta tösku.
Þessi svarta taska var s.s. taskan af fartölvunni minni...með fartölvunni minni í.
Þá var mér nóg boðið og var hringt í 112, öll skólagögning mín og ýmis verkefni og rannsóknir, urðu að komast aftur í mínar hendur.

Fyrst komu 2 lögreglumenn sem að voru svona Californíu lögregluþjónar, ljóshærðir, brúnir og massaðir.
Þeir voru nettir, en þá grunaði þó helst piltinn með hundinn fyrir innbrotið, við vissum vel að hann væri saklausari en blóm í haga.
Mig grunaði helst Col. Mustard en drengirnir þvertóku fyrir það og nefndu hans í stað Mrs. Peacock.

Síðan komu rannsóknarlögreglumenn tveir.
Rannsóknarlögreglumenn klæðast ekki í löggubúninga heldur eru annaðhvort feitir, í frakka með svarta skjalatösku, fulla af stækkunarglerum, penslum, dufti og gúmíhönskum eða mjóir, illa sofnir og fölir menn.
Þeir eru alltaf frekar góðir á því.
Sá þybbnari tókst samt einhvernvegin á yfirnáttúrulegan hátt að láta lítið sem ekkert fyrir sér fara, allt í einu birtist hann út í garði, svo kom hann út úr eldhúsinu og þar næst stóð hann allt í einu á bak við mann, bak við sófann eða í útidyrahurðinni.

Ræningjarnir voru gripnir síðar um daginn er þeir láu í ræningjagreni sínu og var þá þeim smámunum er þeir stálu, fyrir utan fartölvuna mína, gerðir upptækir, en fartalvan mín var horfinn og hefur ekki fundist aftur.

Ég spurði leynilögreglumanninn, er hann var að rannsaka glerbrotin (og fann dularfullt fótspor), í hvaða skóla væri hægt að læra að vera svona spæjó.
Hann leit á mig, með óráðu augnaráði og svaraði: Í skóla lífsins.
Þar höfum við það, ef að við viljum vera feit, í frakka, svöl og spæjó, þá þarf að skrá sig í Lífsins skóla, þar er víst hægt að læra margt, ég er ekki frá því að ribbaldarnir séu að taka skóla lífsins alvarlega. Eða kannski ekki, því að í staðinn fyrir að stela tveimur iPodum er lágu á skrifborði einu, þá kláruðu þeir úr saltpilludós er lá við hlið þeirra.
Ég held því fram að það hafi verið ansi góð pæling, fyrir mig, en þeir eru víst ungir og eiga líklegast eftir að bæta sig seinna meir.
Þá munu þeir fatta að borða ekki úr saltpilludósinni á staðnum, heldur taka hana bara með ásamt iPodum tveimur.

Miss Scarlett B. B.

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs