.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
fimmtudagur, október 28, 2004

Samfélagið er líklegasta magnaðasta fyrirbæri veraldarsögunar, alveg er það hreint út sagt hið fínasta fyrirbæri.
Verra fyrirbæri eru hinsvegar þeir sem að stjórna samfélaginu án þess að takast á við hin raunverulegu vandamál.
Stundum eru þeir kosnir til þess að stjórna en stundum stjórna ákveðnir einstaklingar vegna valda sem þeir öðlast með peningum.
Peningar kaupa völd, peningar geta keypt allt, líka ást.
Kannski ekki sanna ást, en hver veit svo sem hver þessi sanna ást er og hvort hún sé til yfirhöfuð annarsstaðar en í Tristramssögu eða Völsunga. Þar sem að menn falla í öngvit við snertingu,hjarta þeirra springur svo kröftuglega af ást að það stekkur út úr líkama þeirra, einhverja metra upp í loftið og lendir svo ofan á öreindum líkama þeirra.

Við, þegnarnir í samfélaginu, við erum eins og einhver dýrahópur sem er "frjáls" en samt kyrfilega bundinn af "markaðsetningu", misgóðum skilaboðum samfélagsins (m.a. um útlit og athafnir), hégóma og svo einfaldlega fávisku, sem byggist að mestu leyti á skorti á upplýsingum. Já þessir frjálshyggjumenn eru alltaf að tala um frelsi og markaðsetningu, stundum í sömu setningunni. Frelsi til að kaupa bíla og vændiskonur en ekki frelsi til þess að fá aðgang af réttu upplýsingunum.

Við erum mestmegnis fávitar
Nokkur dæmi er renna stoðum undir það að við séum hálfvitar:

- Við kaupum ódýrustu vörurnar án þess að kæra okkur um aðstæðurnar sem vörurnar eru framleiddar við.

- Við borðum og drekkum vörur sem að við vitum ekki hvað er í (hormón,gos...)

- Við trúum því sem að okkur er sagt í fréttunum þegjandi og hljóðalaust. Öllum finnst t.d. þessir "hryðjuverkamenn" vera mjög svo illir menn. Ég held að það hafi sjaldan verið jafnmargir settir undir sama hatt og þessir "hryðjuverkamenn" okkar, einsleitari hóp er varla hægt að finna, ekki einu sinni í fegurðarsamkeppnum.
Þar var þó víst ein með krullur síðast og önnur hafði víst ekki áhuga á útivist.

- Sem að leiðir okkur að því að okkur finnst fegurðarsamkeppnir vera fínar og bara frábærar fyrir þá sem eru svo heppnir að njóta vestræns frelsis til að taka þátt! Þar með er enginn gagnrýni leyfð af því að lausnarorðið "frelsi" er víst þarna á ferð.
Hvernig er hægt að segja að þetta sé frelsi?
Að reyna að vera að keppast við að fylla upp í einhverja staðla, jafnvel með lýtaaðgerðum og svelti?
Hvernig getur það verið frelsi fegurðardrottningarinnar að vilja þetta þegar hún er algjörlega að fara eftir því sem að einhverjir útvaldir í samfélaginu halda fram hvernig fallegast er að vera?
Frelsi til þess að láta samfélagið þröngva upp á mann þröngum stöðlum.
Er það þetta raunverulega frelsi sem við erum að tala um, mér finnst nú lítið fútt í þessu bévítans frelsi ef það er í rauninni "frelsi til að aðlaga líkama sinn að þeirri fegurð sem akkurat núna er ofan á í samfélaginu".
Já akkurat núna því að fátt í heiminum er jafnsíbreytilegt og fegurð og tíska.

Frelsi var skeggrætt á fundi þessar kvenna, niðurstaðan var sú að þótt þær væru allar eins væru þær samt allar frjálsar

- Við leyfum okkur að gerast svo ótrúlega hrokafull og í raun móðgandi við allar þær kynslóðir sem áður hafa dregið andann að halda því fram að við höfum náð toppnum.
Fagnaðarerindið hefur loks borist í okkar hendur af himnum ofan:
Í dag er búið að ná jafnrétti!
HEYRIÐ það allar kynslóðir jarðar!
Þið sem áður hafið þurft að líða fyrir stöðu ykkar, Sjá! Í dag eru allir jafnir! Já hingað til hefur mannkynssagan ávallt innihaldið endalausar baráttur. Muniði t.d. eftir stéttabaráttunum? Já hún er sko búinn. Bless bless stéttabarátta.
Man einhver eftir baráttu svertingja í Bandaríkjunum? Já nokkrir muna það, en vitiði hvað? Hún er bara búin líka!
Barátta kvenna...rauðsokkurnar og Bríet og allar þær gellur (sem að stuðluðu að jafnréttinu sem við lofum í dag en samt eru þessi nöfn yfirleitt notuð í neikvæðri merkingu í dag..) já ykkar takmörkum er náð.. bless bless
Öryrkjar? - bless
Allir sem eru til en eru ekki miðaldra hvítir karlar? Já Við höfum nú fyrst í sögunni náð því að vera ÖLL MIÐALDRA HVÍTIR KARLAR.

Einu sinni var hægt að heyra áróður gegn svörtu fólki í útvarpinu, finnst okkur það ekki í dag vera alveg back in the days?
Hvað finnst ykkur t.d. um þetta?

- Hvítt fólk! ekki láta svertingjan ráða! hlustið á Radíó Reykjavík!
- Þetta er ekki verk fyrir hvítan mann!
- þetta er ekkert annað en fáviska og svertingjabækur!

Rasískt? Já það er rétt.. en hvað er þá þetta?

- Karlmenn! Ekki láta konuna ráða! Hlustaðu á Radíó Reykjavík
- Þetta er ekki verk fyrir alvöru karlmann
- Þetta er ekkert annað en fáviska og kerlingarbækur

Já þessir fávitar sem við erum. Við sjáum ekki einu sinni okkar eigin heim í réttu ljósi, þótt svo að hann standi allur beint fyrir framan okkur.

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs