................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
miðvikudagur, nóvember 03, 2004
Bandaríska sendiráðið gerðist gott á því í gær og stóð fyrir kosningavöku í Hafnarhúsinu. Húsið var stjörnum og fánum prýtt, enda Bandaríkjamenn einstaklega hrifnir af fánanum sínum. Búið var að koma fyrir risaskjá þar sem fylgjast mátti með harðsnúna liðinu frá 60 mínútum ræða málin, taka viðtöl og útskýra hvernig það er kosið í Bandaríkjunum. Það er nefnilega mjög flókið og gott ef ekki að Bandaríkjamenn skilja það varla sjálfir. Gestirnir voru sendir í ratleik til þess að finna einhver 58.000 utankjörstaðaratkvæði sem að týndust í Flórída, en þau fundust því miður ekki í Hafnarhúsinu. Þau eru nú talin vera falin við hliðiná þessum 400 tonnum af sprengiefni sem týndust líka. Bauð sendiráðið upp á kók, McDonalds borgara (og salat að sjálfsögðu), Subway, ameríska kleinuhringi og muffins svo og pizzur frá Little Caecars. Þetta var allt saman mjög kapítalískt og ekki skemmdi fyrir hópur ungra SUS-ara sem flestir festu á sig rebúblikastuðningsnælur í hinum mesta miskilningi. Tákn Rebúblikaflokksins er fíll. Fíll, tákn um hægfara framfarir og stöðugleika. Leiðinlegt að þessi ungu menn í SUS vilji í alvöru líkjast fílum, í gráu jakkafötunum sínum, með snöggklippt hárið, stórir með sig og sperrtir eins og kústskaft. En fílar eru nú að deyja út og svona og þeir eru alveg fínir á því, en hvað er annars fíll að gera þarna á merki flokks í Bandaríkjunum. Er mikið af fílum þar? ..og yfir í eitthvað málefnanlegra... Kannanir hafa leitt eftirfarandi í ljós: Stuðningsmenn JFK leita helst eftir: - Aðgerðum til að bæta efnahag - Aðgerðum til að bæta heilbrigðiskerfið - Aðgerða til þess að "laga" stríðið í Írak Kjósendur GWB vilja hins vegar helst: - Styrkja siðferði í landinu - Styðja stríðið gegn hryðjuverkum Þeir sem að vilja styrkja siðferðið í landinu vilja felstir: - herða reglur um fóstureyðingar - ekki veita samkynhneigðum aukin réttindi - efla kristna trú í landinu Þeir vilja jafnframt: - verja rétt sinn til byssueigna Athyglisvert er að Miðríkin og Suðuríkin vilja langflest halda áfram baráttunni gegn hryðjuverkum sem að hófst eftir 11. september 2001 en samt voru þau, vegna landfræðilegrar legu, fjarri öllum þeim hörmungum sem þá gerðust. Hryðjuverkin bitnuðu að langmestu leiti á íbúum New York borgar en þar fékk Kerry 57,7% atkvæða en Bush aðeins 40,5%. Íbúar New York vilja flestir breytingar, breyta þeim aðferðum sem Bush notar en þeir sem að fylgust með málum úr fjarska eru heitustu stuðningsmenn stríðs gegn hryðjuverkum, þetta hlýtur að fara illa með taugarnar í íbúum vestur og austurstrandanna: "Many friends on the East and West coasts were tired of being dominated by the middle of the country " -Fleecy Moss, St Bees Bush mun líklegast líta á sigurinn sem stuðning við stríð sitt gegn hryðjuverkum. Jafvel þótt sð íbúar New York vilji flestir ekkert með hann hafa. Hann á líklegast ekki eftir að skammast sín fyrir eitt né neitt, hann er hálfgerður þverhaus sem að neitar því alfarið að hann geri mistök. Allir hinir gera þau. Hann játaði í viðtali að hafa gert mistök síðustu fjögur ár en þau voru: að hafa hlaupið á sig með val á einhverjum örfáum mönnum í valdastöður. Sumir vilja halda því fram að með sigri Georges muni demókratar tefla fram Hillary Clinton fyrir kosningarnar 2008. Þótt að það væri gott útspil þá þurfum við samt sem áður að lifa næstu fjögur undir þessum sorglega manni sem að minnir helst á páfa frá miðöldum í stefnu sinni gegn "heiðingjum" og mannréttindum. Demókrataflokknum virðist vanta frambjóðanda frá Miðríkjum eða Suðurríkjum Bandaríkjanna til þess að poppa upp á rauða litinn þar á bæ. Clinton gat það, enda er hann frá Suðurríkjunum. Hillary mun kannski geta það, halað inn einhverjum atkvæðum í suðurhlutanum en jafnframt haldið í demókratafylgið á vesturströndinni og á ströndum norð-austur Bandaríkjanna. Annars hef ég litla trú á því að Hillary bjóði sig fram. Hef hins vegar mikla trú á því að hið hugmyndafræðilega bil á milli Evrópu og Bandaríkjanna eigi eftir að stækka. ![]() Þá er bara að vona það besta...hann var þó kosinn í þetta skiptið. Mr. BíBí
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |