| ................................................. |
| You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
|
sunnudagur, nóvember 21, 2004
Þessi vika er búin að vera nokkuð ding dong. Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn furðu upptekin...og hefjast Svölusagnir svo: Ég fór á Beach boys fyrir viku og hafði mjög gaman að. Mike Love gerðist svo frægur að þiggja hjá mér five, því hann var alveg: "gefmérfive!" og ég gaf honum five og hann bara: "yeahh". Það sem ég tók hins vegar eftir áður en hljómleikar hófust var að stórt hlutfall miðaldra fólksins þar (í miklum meirihluta tónleikagesta), var jórtrandi tyggigúmmí og minnti mig helst á stóra kindahjörð. Mér fannst þetta bæði stórmerkilegt og ógeðslegt í senn. það fer engum vel að vera með tyggjó í tíma og ótíma. En ég hef líka verið í málunarkúrs síðustu vikur og ég komst að því að ég er alveg stórkostlega hægur málari. Ég var alla dag og öll kvöld að klára verkefnin mín og meira að segja til 5 að mála aðfaranótt föstudags sem er sko met í lærdómsúthaldi. En mér finnst þó frekar fyndið að vera að stressa sig massa mikið yfir ókláruðum málverkum fyrir skólann. Og ekki er nóg að vera í manískum málarakúrs heldur byrjaði ég líka í nýrri vinnu í Epal. Ég hef unnið 3 svar sinnum og verið mest í því að bjóða góðan daginn og hjálp mína og vísa fólkinu svo á aðra starfsmenn. Þess á milli sest ég munúðarfullt í leðureggið hans Arne Jacobsen og ímynda mér að ég sé stórlax. Ef e-r á eftir að gefa mér tvítugsafmæligjöf þá má hann gefa mér leðuregg, það kostar einungis 730 þús., kostakjör. Á föstudag spilaði ég á dimmisjónballi MH á kaffi kúltúr. Bryndís, eða "ma" í Dj- amma, var meira upptekin en ég og gat ekki komist og því dró ég Atla minn, son Bolla með mér. Það fór bara betur en á horfðist, engin grátur, klór og slagsmál vegna listfræðilegs ágrennings heldur fór bara vel á með okkur og því köllumst við Dj-afi. Dj-afi var rétt áðan að bóka flug til New York um páskana til þess að spila á nokkrum klúbbum osfrv. Ég er mjög spennt enda New York algerlega málið þessa dagana. Nú er tölu þessari lokið og ég farin að njóta þess að þurfa ekki að gera neitt nema vera til í nokkra tíma. Svalbert
push/click arrows to scroll.
|
::photo moto:: ::sú var tíðin:: |