................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
Jesú, Jeddúddamía og allt heila klabbið! ég var einn og hálfan tíma á leiðinni heim úr skólanum í dag. Ég sat ein í bílnum mínum og hlustaði á bæði Stephen Malkmus og Dear Catastrophe Waitress til enda á meðan ég einbeitti mér að því að komast áfram hálfan metra í senn. En fallegt var það, veðrið, því verður ekki neitað, kannski maður fari að renna sér á eftir, o seisei. Ég gerðist svo merkileg um helgina að fara á opnun listasýningu í Listasafni íslands og þekkti barasta nokkra listamenn...sem eru kennarar mínir. Ég lyfti bara hvítvínsglasinu mínu (sem var aðalástæða komu minnar) og var með yfirlætislegan en hugsandi svip og þá var ég inn, too cool for school. Heima er búinn að vera súr stemmari síðustu 7 vikur, Mamma mín hættir ekki að tala um kjarabaráttuna (mamma er kennari) og vera frústreruð...sem ég skil ofurvel. Að vera einstæð mamma með tvo uppkomna letingja í heimili á skítalaunum er ekki gaman. O seisei Og annað... Ef einhver notar orðskrípið babar í rit eða talmáli er mér að mæta! Bryndís biður að heilsa, hún situr sveitt við skriftir á fyrstu bók Gefmérfive; 90% GMF-10% Wayne's world Svetlana
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |