.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
sunnudagur, nóvember 07, 2004

Sem fyrr stekk ég fram á sjónarsviðið og tala um e-ð þægilega innihaldslaust eftir heita pólitíska færslu að hætti Bryndísar.
Að þessu sinni var helginni var eytt í fyrsta skipti í sumó með kæró sem var mjög þægilegtó. Við lifðum hinu ljúfa lífi letingjans spiluðum mastermind og scrabble, hlustuðum á tónlist frá öllum heimshornum (þó aðallega tveimur) borðuðum nammi og allkonar óhollustu. Veðurguðinn var eitthvað þunnur og brjálaður en það gerði stemmarann bara betri meðan við sátum á bjarnarfeldinum við arineldin í prjónapeysum í boði Swiss miss.
Nú þegar batteríin eru endurhlaðin verð ég on-fire og out-of-controll og insane-in the-mainframeeðasvoleiðis osfrv. Ekki missa af því!
En núna er ég í litafræði í skólanum mínum sem er þannig að maður er spurður hvaða litur sé á blaðinu manns og þá svarar maður svona rauður, gulur eða blár og ef maður segir rétt fær maður sleikjó.
Á morgun er rauður dagur og ég ætla annað hvort að mæta í jarðaberjabúning eða jólasveinabúning.
Sú ákvörðun verður þó að bíða því Bond kallar...

Svala Sjana.

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs