.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
föstudagur, desember 03, 2004

Búin í einu prófi og er það vél, einskonar þekkingarvél, þjóðsagnaþekkingarvél, því prófið var eiginlega úr öllum þjóðsögnum sem Ísland hefur alið af sér fyrr og síðar.
Ég er því orðin að einskonar uppflettivél í íslenskri þjóðtrú.
Ef ég labba fram hjá einhverjum hlut sem byrjar á -M segjum t.d. að ég væri að labba upp á elhúsborði og myndi á þeirri göngu minni labba fram hjá MöMMu að borða MarMelaði, þá hugsa ég -M... og þá fletti ég í skjalaskápnum í hausnum á mér, undir svæðinu Þjóðfræði..svo byrja ég:

Mjóafjarðarskessan segir frá trölli einu sem ærir prestana í Mjóafirði þegar þeir eru i miðri predikun í pontu sinni. Þá breytast guðsorð og blessanir í blót og bölvanir og svo fara þeir með eina feita vísu og hlaupa svo út úr kirkjunni og upp til fjalla þar sem þeir taka upp tröllalífstíl.
En til þess að verða alvöru tröll þurfa tvær tröllkerlingar fyrst að velta manneskju upp úr feiti og hveiti "eins og tvö tröll baka" og toga hann svo og teygja yfir eldi, önnur heldur í hausinn en hin í lappirnar.

Svo er tekin ganga upp á eigin skrifborði og labbað er fram á pennaveski.. þá byrjar ferlið ...
Pennaveski..-P
...Papeyjarbuxur
Buxur úr skinni sem eru fláð af dauðum manni (verður að vera nóttina 18-19 eða 28-29, sama hvers mánaðar) og í punginn á buxunum (verður líklegast því að vera karlkyns lík) setur maður í pening sem stolinn er af bláfátækri ekkju á milli pistils og guðspjalls. Mun manni þá aldrei skorta peninga. Kýs heldur að vinna, allavega eins og er.

Þetta er samt frekar ömurlegt, stúlka haldinn þessum kvilla er t.d. að labba á Laugarveginum á leið í próf og hittir myndarlegan mann:

Myndarlegi maðurinn: Sæl!
Stúlkan: Sæll vertu og ævinlega blessaður.
Myndarlegi maðurinn: Ég heiti Baldvin..
Stúlkan: Búkolla?
Myndarlegi maðurinn: Hahahah nei nei Baldvin sjáðu til eins og þeir Baldwin bræður, ég er nú ekki einn af þeim þótt ég gæti..hehh!
Stúlkunni stekkur ekki bros á vör: Baulaðu nú ef þú ert nokkurstaðar á lífi!
Myndarlegi maðurinn: Ha! hahah þú ert svona að grínast bara, ég myndi kannski baula ef við værum bara tvö ein..þú veist, við getum kannski hist aftur?
Stúlkan: Afturganga þá?
Maðurinn: Já..hittast aftur..ganga aðeins líka kannski..hvað heitiru annars?
Stúlkan: Garún Garún...
Maðurinn: Já, allt í lagi, ég skil alveg fyrr en skellur í tönnum, þú ert að hafa mig að fífli! Hví gerir þú það?
Stúlkan: Kví Kví! Svona komdu þér bara aftur niður í gröfina uppvakningurinn þinn áður en ég slæ þig í hausinn með saltaranum sjálfum!
Hann: Þetta er fíflaskapur, þú ættir að koma þér af Laugarveginum þar sem sómsamlegt fólk er á ferli!
Stúlkan: Koma! (labbar þrjá hringi í kringum manninn og kveður:) Koma þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, fari þeir sem fara vilja...

Maðurinn hraðar sér í burtu..stúlkan hraðar sér í próf til að geta byrjað að hugsa aftur eðlilega og leiðrétt miskilninginn

Bjó til jólaljóð áðan en skrifaði það ekki niður, man bara rímorðin. Þau voru sól og jól og svo "börnin ung" og "Mao Tse-tung"

Ef einhver hefur séð kápuna eða skóna sem ég er í á þessari mynd, vinsamlegast látið mig vita (hægra megin á mynd).

Bing-tung

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs