| ................................................. |
| You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
|
fimmtudagur, desember 30, 2004
Gefmérfive óskar lesendum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Þökkum frábærar móttökur á árinu sem er að líða. (Undir lestrinum heyrist sinfóníu lag (helst toyota jólalagið) og gervileg tölvusnjókorn falla niður skjáinn) ********** Nú er kominn sá tími að formlegu bloggjólafríi gefmerfiveliða er á enda. Þessi jól voru nokkuð góð en einna mest stressandi frá upphafi hjá mér. Ég vann allt jólafríið sem vera ber og asnaðist svo að reyna búa til bróðurpart jólagjafanna oft með skelfilegum afleiðingum fyrir geðheilsu mína. Allt hófst þetta nú og fékk ég dýrindis gripi í staðinn s.s. nál og tvinna OG bók (face) og líka tölvuleik (Vice city). Ég sór af mér alla vinnu á milli jóla og nýárs í fyrsta skiptið og hefur því tölvuleikurinn attarna ásamt jólaboðum verið mjög tímafrekur. Í gær t.d. sat ég í sófanum í dyngju minni allan daginn og allt kvöldið í leiknum með nokkrum klósettpásum, ég hætti 2 tímum eftir að nokkrar háræðar í augunum voru sprungnar. Annað tíðindavert er formlegt afmæli míns og Atla þann 28. des. en þá voru 3 ár síðan pörun varð. Þetta afmæli var stórfínt en þó frábrugðið hinum tveimur því nú gátum við ekki farið í bíó að sjá Lord of the rings né einhverja aðra trílógíu mynd. Allt gekk þó vel og þá var kátt í höllinni. En nú heyri ég rödd í höfði mínu sem segir mér að Tommy Vercetti sé í klípu og ég verði að drífa mig til Vice City að redda málunum með töfrasprota ásettum tökkum og analogpinnum. European Swallow
push/click arrows to scroll.
|
::photo moto:: ::sú var tíðin:: |