................................................. |
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl. | |
þriðjudagur, janúar 25, 2005
Gamli kirkjugarðurinn Í Reykjavík er byggður á gamallri mýri, eðju og aur. Líkin færast um að mig minnir 0,5 metra á ári. Þegar búið er að grafa þar í jörðu er komið niður á iðandi drullusvað. Gamli kirkjugarðurinn er byggður í brekku sem hallast niður að Reykjavíkurtjörn, þess vegna eru líkkisturnar í raun á brunandi fart niður brekkuna. Því er það nú þannig að hún Sólveig Guðmundsdóttir húsmóðir á Brúsarstað er í raun komin í grafreit Tryggva Emilssonar fyrrverandi bankastjóra en sjálfur dúsir Tryggvi í leiði Hrefnu Aradóttur söngkonu. Eftirlifendur Sólveigar þurfa að bakka um eitt lítið skref niður brekkuna fyrir hvert ár sem liðið er frá fráfalli hennar, til að leggja blómsveiga sína hjá henni en ekki Óla Páls. Af þessu má leiða að þeir sem að voru grafnir þarna fyrst, fyrir hvað...svona 150 árum, þeir eru beinlínis á fartinni niður kirkjugarðinn, undir húsin sem þar standa (Tjarnargatan og fl) og sumir eru e.t.v. komnir með tærnar oní tjörn. Þeir sem að búa á Tjarnagötunni geta stytt sér stundir við það að reikna hvenær von sé á Benedikti Gröndal undir kjallarann og hvenær Jón Sigurðsson sigldi hjá. Mér gæti þótt þetta vera fyndið en mér finnst þetta samt sorglegt á einhvern hátt, þetta er eitthvað svo glatað. Glatað að allt þetta merkilega fólk sé bara á kafi þarna í eðju og aur og sumir bara komnir út í tjörn. Aðrir eru undir kjallaraíbúðinni hjá Óla og Siggu og svo eru einhverjir undir götunum og við keyrum bara ofaná þeim. Svo klessa allir á alla og einhverjir sem að þekktust aldrei eru búnir að flækjast saman og mynda óvart stíflu einhversstaðar þarna við tjarnarbakkann, svo hrannast fleira ókunnugt fólk á það... og.. en jú vissulega er nú ekki mikið af jarðneskum leifum eftir þegar út í tjörn er komið, það er rétt. Svona er þetta, þetta er ein sorgarsaga. Idol-ið mitt er komið í leitirnar, hann er doktor í þjóðfræði from the States og segir allt sem mig langar til að læra að segja. Hann er að kenna mér ýmsa menningaráfanga og það besta er að hann vinnur út frá því að taka aldrei hámenningu fram yfir alþýðumenningu (lág-menningu?). Það er einmitt hugsun sem ég hef verið að leita að lengi, af-fordæming alþýðumenningarinnar. Kannski þess vegna fíla ég færslur stoltra mæðra á barnalandi.is sem að kæra sig ekki um stafsetningu og tala mjög berorðað um kúk og ástina. Lof sé Guði og þakkargjörð fyrir fjölbreytnina í alþýðumenningunni Aha-men. Alþýðumenning er m.a. sú menning sem hefur ekki gengið í gegnum sótthreinsun samfélagsins eins og prófarkalestur, útgáfufyrirtæki eða stofnanir sem sinna slíkum hlutverkum. Ef t.d. allar bloggsíður á Íslandi yrðu prófarkalesnar þá myndi enginn þeirra endurspegla hið raunverulega fólk, hvernig venjulegt óbreytt fólk skrifar, hvað það skrifar vitlaust og hvernig villurnar eru. Enginn myndi vera eins og Halldór Laxness og skrifa eins og hún/hann kýs. Allir eins. Menningarleg einsleitni, hámenningin getur átt allt sem útgefið er, en þegar vefdagbækur einstaklinga þurfa að ganga í gegnum sótthreinsunarferli almennrar útgáfustarfsemi, þá finnst mér nú fokið í flest skjól fyrir áhugafólk alþýðumenningar. En sem betur fer leyfist fólki, sem að einhverjum hugsanlegum ástæðum er ekki svo sleipt í stafsetningu eða kærir sig ekki um slíkt, að tjá sig í vefdagbókum sínum. BB - með útþrá, slæma uppgjöf og lélega bakhönd
push/click arrows to scroll.
|
![]() ::photo moto:: ::sú var tíðin:: |