.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
fimmtudagur, janúar 06, 2005

Halló!
Ég heiti Drakúla.
Niður munnvik mín renna dökkir blóðtaumar.
Storknað blóð situr fast á milli sprunginna vara minna.
Hef áhuga á brimbrettum, ferðalögum og sætum stelpum.

...
....Nei.. allt af þessu er rétt nema nafnið og áhugamálin.
Ég er búin að vera að drekka blóð í sólarhring.
Endajaxlatakan var verri en ég hafði ímyndað mér. Tannlæknirinn ætlaði aldrei að ná þessum jaxli sem sat svo fastur ofaní beininu að jafnvel borar og skurðhnífar gátu honum ekki haggað. Það gerðist ekki fyrr en tannlæknirinn kom með einskonar tjakk og tjakkaði jaxlin einfaldlega upp.

Ég frussa blóði. Það er svolítið sniðugt þegar farið er á meðal fólks. Það er spjallað og hlegið og síðan frussa ég óvart blóði á borðið en er fljót að þurrka það upp og hvísla: "Helvítis" en segi síðan glaðlega: "Jæja og hvenær byrjar svo skólinn?".
Fór út á videoleigu í gær og tók Dracula myndina sem kom út þarna einhverntíman um 1992. Þegar stelpan var búin að stimpla myndina á mitt nafn og leit síðan á mig til að biðja um kennitölu. Þá sá hún blóðtauma leka sitthvoru megin niður munnvikin og varð um og ó. Ég reyndi að útskýra fyrir henni að ég væri bara að drekka mitt eigið blóð en ekki annarra. Hún spurði annars einskis.

Síðan hætti ég við Drakúla og tók bara einhverja mynd um munaðarleysingja. Hún var allt í lagi (The cider house rules), æ hún var samt ósköp Disney-lag og nett fáránleg.

Hér koma svo nokkrar fréttir:
Fartalva keypt -stop- einkunnir í höfn -stop- bæði feitt -stopp- blóð á lyklaborðinu -stop- ekki feitt -stop- fruss -stop-

10-BB

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs