.................................................
You'll laugh. You'll cry. You'll hurl.
sunnudagur, janúar 09, 2005


Pabbi: "200 þresti, 50 svani, 100 starra, 20 tjalda..."
Mamma: "Já já...það er nú svona...hmm já sei sei!"
Pabbi: "150 endur, 100 snjótittlinga..."
Mamma: "Heyrðu ég er bara farin bless bless..."
Pabbi: "300 hrossagauka, 10 svartbaka,.."
Mamma: "Ég heyri sko ekki í þér..ég er farin!"


Pabbi er búin að vera mjög hressandi í dag, talaði bara um einhverja fuglatalningu. Merkiegt er að allar tegundir fugla hlaupa núna akkurat á hundraði eða tugum nema hrafnarnir þeir voru víst 11. Þessir hrafnar eru nú bara crrrr-azy motherfuckers.

Fór í Bingó out-fittið á föstudaginn.
Rutan(lesist ekki Rútan), Helga, Anna Hlín og Auður Magga voru að hópast saman til spilamennsku, að mér skildis.
Fékk lánaðan bílinn til að fara í Bingó og koma svo strax aftur heim því að endajaxlinn var (er) náttúrulega að draga mig hægt og rólega til dauða.
Þegar ég kom með Bingóspjöldin mín undir hendinni voru þær ekki í Bingó-outfittinu heldur Bjór-outfittinu. Maskaran niður á kinnar, six-pack, thong, wonder-bra og allur pakkinn.
Vonbrigðum mínum verður seint lýst...nema hvað! NEMA HVAÐ! HVAÐ HALDIÐI! Já einmitt, Anna Hlín kom með mesta Thöndera sem ég hef heyrt í langan tíma.
Logi Geirsson handboltastjarna í Legmo var búin að leigja Hvebban, kaupa einhverjar hundruðir lítra af bjór (hann hleypur líka á hundruðum) og komin í hvít P-Diddy jakkaföt.
Mér fannst þetta svo klikkað að ég át Bingóspjaldið og sagði bara: "Helga! Gefðu mér einn feitan beint í muninn!" og úr varð að drykkjan hófst, maskarin tók að leka og Gogga-glossinn (Giorgio Armani) var settur á allar nærstaddar varir (þökk sé ríkum Bandaríkjamönnum sem sjá aumar á Rutunni einu sinni á ári og gefa henni þá glæstar gjafir).
Logi Geirsson var með bling bling-ið á hreinu á Hverfisbarnum, gylltan kross á sperrtri bringunni og demantseyrnalokk í ávölu eyranu. Svo óheppilega vildi til að ég held að hann hafi ekki þekkt mig, allavega heilsaði hann Helgu vinkonu minni mun betur og innilegra heldur en mér, þótt hann hafi aldrei séð hana áður (en við vorum saman í grunnskóla í 10 ár). Svona er þetta, þegar þessi endajaxl lætur mann líta út eins og kassalega hamstur... og líka kannski þegar maður hefur ekki hitt sumt fólk í 7 ár.

Eftir ítrekaðar tilraunir til skemmtunar ákvað endajaxlinn að taka ekki þátt í stuðinu þannig að Íbúfen fór ofaní bjór, gin og fleira og allt fór í rugl.
Ég varð lasin og mér var komið heim hið snarrasta með Nonnabátinn troðinn út í vinstra munnvikið og með viskí í annarri til að deyfa endajaxlaholuna leiðinlegu.

Logi þessi kallar sig víst L&I í Þýskalandi..sem er þá lesið Lundi, nema hann hafi fyrir því að útskýra fyrir þjóðverjunum að á Íslandi..þá þarna...sko..

Hvíl í friði endajaxlahola, nú er ég hætt að tala um þig því að þú ert ömurlegur drullupyttur.
Bless
Da B-girl

push/click arrows to scroll.






::photo moto::


::sú var tíðin::



maystar designs | maystar designs | maystar designs